Norskir fjölmiðlar segja frá því að njósnari frá Manchester United hafi verið á leik Brann og Viking núna á dögunum að fylgjast með miðverðinum Eivind Helland, sem er á mála hjá Brann.
Freyr Alexandersson er þjálfari Brann en hann var spurður út í þetta eftir leikinn og sló þá á létta strengi.
Freyr Alexandersson er þjálfari Brann en hann var spurður út í þetta eftir leikinn og sló þá á létta strengi.
„Ef Manchester United gerir tilboð í Eivind Helland þá mun ég fara með hann heim til mín og læsa hurðinni," sagði Freyr, sem er stuðningsmaður Liverpool, og brosti.
Freyr ræddi um Helland í samtali við Fótbolta.net fyrir ekki svo löngu.
„Hann er 1,96 á hæð, 92 kíló, öskufljótur og frábær á boltanum. Settu verðskilti á ennið á honum og svo sjáum við hvaða talan verður stór," sagði Freyr um varnarmanninn efnilega og bætti við að hann væri „skepna."
„Það er bara spurning hvenær hann fer, en ég vona að ég haldi honum út árið. Hann er enn í þróun."
Athugasemdir