Noni Madueke mun gangast undir læknisskoðun fyrir félagaskipti sín til Arsenal í dag.
Arsenal hefur náð samkomulagi við Chelsea um 50 milljón punda kaupverð á Madueke. Enski kantmaðurinn mun skrifa undir fimm ára samning við Arsenal.
Arsenal hefur náð samkomulagi við Chelsea um 50 milljón punda kaupverð á Madueke. Enski kantmaðurinn mun skrifa undir fimm ára samning við Arsenal.
Arsenal er að bæta við í sóknarleikinn þar sem félagið er líka að ganga frá kaupum á Viktor Gyökeres frá Sporting Lissabon.
Þá segir Daily Mail að Eberechi Eze, kantmaður Crystal Palace, sé næsti maður á lista hjá Arsenal.
Eze, sem er 27 ára, hefur leikið með Palace frá 2020 og verið algjör lykilmaður fyrir félagið á þeim tíma.
Athugasemdir