Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Madueke í læknisskoðun - Eze næstur inn?
Madueke í leik með Chelsea.
Madueke í leik með Chelsea.
Mynd: EPA
Noni Madueke mun gangast undir læknisskoðun fyrir félagaskipti sín til Arsenal í dag.

Arsenal hefur náð samkomulagi við Chelsea um 50 milljón punda kaupverð á Madueke. Enski kantmaðurinn mun skrifa undir fimm ára samning við Arsenal.

Arsenal er að bæta við í sóknarleikinn þar sem félagið er líka að ganga frá kaupum á Viktor Gyökeres frá Sporting Lissabon.

Þá segir Daily Mail að Eberechi Eze, kantmaður Crystal Palace, sé næsti maður á lista hjá Arsenal.

Eze, sem er 27 ára, hefur leikið með Palace frá 2020 og verið algjör lykilmaður fyrir félagið á þeim tíma.
Athugasemdir
banner
banner