Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undirbúa sig fyrir líf án Mbeumo
Bryan Mbeumo.
Bryan Mbeumo.
Mynd: EPA
Brentford er farið að undirbúa sig fyrir líf án framherjans Bryan Mbeumo sem hefur verið sterklega orðaður við Manchester United í sumar.

Man Utd er að reyna að krækja í Mbeumo en þau viðskipti ganga frekar hægt.

En ef Mbeumo fer, þá er Brentford með plan. Omari Hutchinson, leikmaður Ipswich, er á óskalista félagsins.

Hutchinson gekk í raðir Ipswich frá Chelsea fyrir 20 milljónir punda fyrir ári síðan. Hann féll með liðinu úr ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili en Ipswich vonast til þess að græða eitthvað á honum ef hann verður seldur.

Hutchinson er 21 árs gamall og skoraði þrjú mörk í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner