Brasilíski miðjumaðurinn Andre er ósnertanlegur hjá Wolves í sumar; félagið ætlar ekki að selja hann.
Þetta er það sem kemur fram á Sky Sports í dag en Juventus er á meðal félaga sem eru að sýna Andre áhuga.
Þetta er það sem kemur fram á Sky Sports í dag en Juventus er á meðal félaga sem eru að sýna Andre áhuga.
Sky á Ítalíu segir Juventus með Andre á lista hjá sér en félagið geti ekki keypt hann án þess að láta annan leikmann fara. Douglas Luiz er til að mynda leikmaður sem Juventus er að reyna að losa sig við.
Andre er 23 ára gamall miðjumaður sem gekk í raðir Wolves frá Fluminense í fyrra. Hann spilaði 33 leiki á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir