Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 16:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Fannar orðaður við Frosinone - Ekkert klárt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalski íþróttafjölmiðlamaðurinn Nicolo Schira sagði frá því í morgun að ítalska félagið Frosinone væri einu skrefi frá því að fá Andra Fannar Baldursson frá Bologna.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er ekkert frágengið í mögulegum félagaskiptum Andra Fannars og margt annað í gangi. Frosinone endaði í 15. sæti B-deildarinnar á síðasta tímabili.

Andri Fannar er 23 ára miðjumaður sem lék á láni hjá Elfsborg í fyrra. Hann fór í aðgerð í desember og missti af seinni hluta tímabilsins á Ítalíu. Samningur hans við Bologna var framlengdur um eitt ár í síðasta mánuði, rennur út næsta sumar.

Athugasemdir
banner
banner