Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 11:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Nefnir þrjá líklega ef Þorsteinn verður látinn fara
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: EPA
Verður Ólafur Kristjánsson næsti landsliðsþjálfari kvenna?
Verður Ólafur Kristjánsson næsti landsliðsþjálfari kvenna?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Manni líður pínu eins og þetta sé komið á endastöð núna og kominn tími á nýjan þjálfara. Það vantar ferskleika í þetta," segir Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttamaður Fótbolta.net og sérfræðingur um kvennafótboltann.

Framtíð Þorsteins Halldórssonar landsliðsþjálfara hefur verið talsvert í umræðunni eftir slæmt gengi á EM þar sem íslenska kvennalandsliðið tapaði öllum leikjum sínum

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, hefur sagt að nú verði staðan skoðuð. Þorsteinn hefur ekki farið leynt með að hann vilji halda áfram með liðið en hann er með samning framyfir undankeppni HM, samning sem hann fékk frá Vöndu Sigurgeirsdóttur fyrir EM á Englandi.

„Við ræddum um það á sínum tíma að þetta væri mjög skrítinn samningur fyrir landsliðsþjálfara. Hann fær samning fyrir EM 2022 sem gildir framyfir undankeppni HM 2027. Landsliðsþjálfarar eru dæmdir út frá árangri og árangurinn hjá Steina hefur verið rosa mikið upp og niður. Það er stórskrítið hvernig samningurinn var framkvæmdur," segir Guðmundur í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem var á X977 á laugardaginn.

Grætur í koddann
Hávær og hörð gagnrýni hefur verið úr ýmsum áttum eftir Evrópumótið og sagði Þóra B. Helgadóttir, fyrrum markvörður Íslands, til dæmis við hlaðvarp Sýnar að ekki væri jákvæð þróun hjá liðinu og hún myndi gráta í koddann ef Þorsteinn yrði áfram.

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net segir Guðmundur að ef til þjálfaraskipta kæmi þá væri Elísabet Gunnarsdóttir efst á listanum ef hún væri fáanleg á þessum tímapunkti en hún er landsliðsþjálfari Belgíu. Hann nefnir hinsvegar þrjú líkleg nöfn.

„Það eru alveg kostir í stöðunni. Óli Kristjáns er að gera geggjaða hluti með Þrótt í deildinni hérna heima og við vitum alveg hvað hann getur gert sem þjálfari. Hann er með miklar pælingar og er orðinn djúpt sokkinn í kvennaboltanum," segir Guðmundur.

„Nik Chamberlain (þjálfari Breiðabliks) er Englendingur sem þekkir íslenska boltann mjög vel. Hann og Óli eru báðir ekki mjög tengdir landsliðskonunum sem flestar spila erlendis. Svo erum við með Pétur Pétursson (fyrrum þjálfara Vals) sem er mikill sigurvegari og kann að búa til liðsanda."

Einnig segir Guðmundur að í sínum huga spennandi að ráða erlendan þjálfara eins og nokkrar af nágrannaþjóðum okkar hafa gert með góðum árangri.
Útvarpsþátturinn - Úrvalslið Lengjudeildar og vonbrigði Íslands
Athugasemdir
banner