Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   sun 05. október 2014 19:00
Magnús Már Einarsson
Leikmaður ársins: Maður var í hálfgerðu blackouti
Ingvar Jónsson - Stjarnan
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar er besti leikmaður Pepsi-deildarinnar sumarið 2014 að mati Fótbolta.net. Ingvar hefur verið frábær í markinu í sumar og unnið mörg stig fyrir Garðbæinga.

„Þetta er gríðarlegur heiður og ég gerði mér ekki vonir um þetta fyrir tímabilið. Það hefur gengið vel hjá mér og þetta er ógleymanlegt sumar. Maður á eftir að muna eftir þessu alla ævi, " sagði Ingvar við Fótbolta.net í dag.

„Þetta tekur nokkra daga að síast inn en ég hef aldrei vaknað eins glaður og í morgun. Þetta er ótrúleg tilfinning," sagði Ingvar sem segir stressið hafa verið mikið undir lok leiks í gær.

„Ég man ekki einu sinni eftir því þegar hann flautaði af. Þetta var orðið svo stressandi í lokin. Eftir að við skoruðum fengu þeir þrjár aukaspyrnur og tvær hornspyrnur. Þetta var hrikalega taugastrekkjandi. Þeir hentu öllum sínum mönnum inn á teig og það gat allt gerst. Maður var í hálfgerðu blackouti."

Stjarnan hefur nú landað sínum fyrsta stóra titli og Ingvar telur að liðið geti barist áfram um stærstu titlana næstu árin.

„Stjarnan var í uppbyggingu þegar ég kom (2011) og félagið stefndi alltaf hátt. Markmiðið var að verða toppbaráttuklúbbur og við ætlum að vera það áfram næstu árin. Félagið er með gríðarlegan metnað og það er 100% klárt að við verðum að berjast um alla titla næstu árin," sagði Ingvar en verður hann áfram í markinu?

„Já, eins og staðan er í dag. Ég á eitt ár eftir af samning en maður veit aldrei hvort það komi áhugi að utan. Ég hef verið með 100% fókus á að klára tímabilið en nú er nægur tími til að pæla í þessu. Það eru átta mánuðir í næsta mót," sagði Ingvar.

Sjá einnig:
Bestur 2013 - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur 2012 - Freyr Bjarnason (FH)
Bestur 2011 - Hannes Þór Halldórsson (KR)
Athugasemdir
banner
banner