Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   þri 12. janúar 2016 12:00
Magnús Már Einarsson
Þórarinn Ingi spáir í leiki vikunnar á Englandi
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Martial skorar samkvæmt spá Tóta.
Martial skorar samkvæmt spá Tóta.
Mynd: Getty Images
Atli Fannar Bjarkason fékk einungis tvo rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni. Hann er því með þann vafasama heiður að vera með lakasta árangur tímabilsins.

Þórarinn Ingi Valdimarsson sér um að spá að þessu sinni en spá hans kemur beint frá Abu Dhabi þar sem íslenska landsliðið er að undirbúa sig fyrir vináttuleik gegn Finnum á morgun.



Aston Villa 0 - 2 Crystal Palace (19:45 í kvöld)
Það hefur ekkert gerst hjá Villa. Tapa þessu sannfærandi

Bournemouth 1 - 2 West Ham (19:45 í kvöld)
West Ham eru solid lið. Andy Carroll, Liverpool legend, setur sigurmarkið á 83 mín.

Newcastle 0 - 2 Man Utd (19:45 í kvöld)
Man U eru með betra lið en Newcastle. Wayne Rooney fer út af á 60 mín, Martial setur allavega eitt.

Chelsea 4 - 0 West Brom (19:45 á morgun)
Chelsea eru að finna taktinn með Hiddink í Brúnni. Costa skorar 3 og fær rautt.

Man City 1 - 1 Everton (19:45 á morgun)
Man City hafa verið fínir en Everton hafa staðið sig vel. Lukaku og Bony með mörkin.

Southampton 0 - 0 Watford (19:45 á morgun)
Leiðinlegur leikur. Eitt orð yfir hann.

Stoke 1 - 0 Norwich (19:45 á morgun)
Stoke tekur þennan. Bojan setur hann.

Swansea 1 - 0 Sunderland (19:45 á morgun)
Swansea dottnir út úr bikar en rífa sig í gang núna.

Liverpool 0 - 0 Arsenal (20:00 á morgun)
Mínir menn í Liverpool halda í við toppliðið í þessum leik. Vona að Kolo og Sakho starta.

Tottenham 1 - 0 Leicester (20:00 á morgun)
Tottenham eru með ungt lið og hafa verið mjög góðir. Alli setur hann.


Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (5 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Helgi Björnsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner