Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 01. janúar 2016 17:00
Magnús Már Einarsson
Atli Fannar spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Atli Fannar við grillið.
Atli Fannar við grillið.
Mynd: Úr einkasafni
Gylfi skorar á Old Trafford annað tímabilið í röð samkvæmt spá Atla.
Gylfi skorar á Old Trafford annað tímabilið í röð samkvæmt spá Atla.
Mynd: Getty Images
Fyrstu leikir ársins í ensku úrvalsdeildinni fara fram á morgun en þá eru átta leikir á dagskrá.

Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri og eigandi nutiminn.is og einn af höfundum áramótaskaupsins, sér um að spá í leikina að þessu sinni. Hér að neðan má sjá spá Atla Fannars.

West Ham 2 - 2 Liverpool (12:45 á morgun)
Ef það er eitthvað sem minn maður Jürgen Norbert Klopp hefur kennt mér, þá er það að vera hóflega bjartsýnn en alltaf léttur.

Arsenal 2 - 0 Newcastle (15:00 á morgun)
Arsenal á alveg nokkra góða leiki eftir þangað til þeir klúðra sínum málum í vor.

Leicester 1 - 0 Bournemouth (15:00 á morgun)
Ég er hrifinn af Leicester. Á sama hátt og ég er hrifinn af Mickey Rourke.

Man Utd 0 - 1 Swansea (15:00 á morgun)
Af óskiljanlegum ástæðum verður Gylfi bekkjaður. Kemur samt inn á í seinni og klárar þetta úr aukaspyrnu.

Norwich 1 - 1 Southampton (15:00 á morgun)
Hamborgarhryggurinn mun hafa mikil áhrif á þennan leik. Því miður.

Sunderland 1 - 0 Aston Villa (15:00 á morgun)
Gengi Aston Villa minnir mig á fleyg orð úr þekktu dægurlagi:

Sjomle hvar ertu?
Mig langar að hengja
mig á flösku fulla af landa
ég vil ekki stranda

WBA 0 - 2 Stoke (15:00 á morgun)
Þegar Xherdan Shaqiri er heill er hann til alls líklegur. Hann er heill núna.

Watford 2 - 1 Manchester City (17:30 á morgun)
Elli vinur minn hló að mér þegar ég reif Odion Jude Ighalo upp úr ræsinu í Playtogga í haust. Í dag tilbiður hann mig.

Crystal Palace 1 - 0 Chelsea (13:30 á sunnudag)
Það voru mistök að reka Mourinho. Hefði betur skipt út öllu liðinu.

Everton 2 - 3 Tottenham (16:00 á sunnudag)
Skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Lukaku vs. Kanetrain. Setjið pottinn á helluna því við erum að fara að sjóða kássu.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (5 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Helgi Björnsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner