Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 11. maí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Efnilegur Bliki æfði með Gautaborg
Mynd: Aðsend
Blikinn ungi og efnilegi, Rúnar Logi Ragnarsson, æfði á dögunum með sænska félaginu Gautaborg, sem leikur í úrvalsdeildinni þar í landi.

Rúnar Logi, sem er 15 ára gamall, á að baki þrjá leiki og eitt mark fyrir U15 ára landslið Íslands.

Hann var partur af liði 4. flokks sem vann Íslands- og bikarmeistaratitilinn á síðasta ári.

Á dögunum æfði Rúnar með sterku U17 ára liði Gautaborgar í Svíþjóð, en Svíarnir voru afar ánægðir með Blikann og líklegt að þeir fylgist betur með honum í framtíðinni.

Tveir Íslendingar eru á mála hjá Gautaborg í dag en það eru þeir Adam Ingi Benediktsson og Kolbeinn Þórðarson.


Athugasemdir
banner
banner
banner