Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 11. maí 2024 08:35
Brynjar Ingi Erluson
Framherjinn stóri og stæðilegi framlengir við HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Þór Jónasson, leikmaður HK, hefur framlengt við félagið til loka árs 2026.

Hvergerðingurinn gekk í raðir HK frá Hamri fyrir síðasta tímabil eftir að hafa skorað 26 mörk í 51 leik í 4. deildinni.

Þessi stóri og stæðilegi framherji kom við sögu í sextán leikjum með HK í Bestu deildinni á síðasta ári og skoraði eitt mark.

Á þessari leiktíð hefur hann skorað tvö mörk og lagt upp eitt í fyrstu fimm leikjunum í Bestu deild karla.

Atli hefur nú skrifað undir nýjan tveggja og hálfs árs samning við HK eða út 2026.

HK-ingar hafa sótt fjögur stig úr fyrstu fimm leikjunum en liðið á möguleika á að sækja fleiri er liðið KR á Meistaravöllum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner