Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 11. maí 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Gnabry ekki klár fyrir EM - Óvíst með Werner
Mynd: EPA
Serge Gnabry, leikmaður Bayern München í Þýskalandi, mun ekki fara með þýska landsliðinu á Evrópumótið í sumar en þetta segir Florian Plettenberg hjá Sky.

Gnabry reif vöðva aftan í læri á dögunum og mun því vera frá næstu vikur.

Hann snýr væntanlega aftur með Bayern á undirbúningstímabilinu en getur ekki farið með Þjóðverjum á EM.

Vængmaðurinn hefur átt fast hlutverk í byrjunarliðinu þegar hann er heill og er þetta því blóðtaka fyrir liðið.

Timo Werner, sem er á láni hjá Tottenham frá Leipzig, er annar leikmaður sem gæti misst af EM. Hann er einnig að glíma við meiðsli í læri.

Það er þó óvíst með þáttöku hans á EM en meiri líkur en minni á að hann verði ekki með.
Athugasemdir
banner
banner