Alls eru 14 leikir spilaðir í helstu deildum íslenska boltans í dag, þar af tveir í Bestu deild karla.
ÍA tekur á móti Vestra á ELKEM-vellinum klukkan 14:00. Bæði lið eru nýliðar í deildinni í ár en þau hafa bæði náð í sex stig úr fyrstu fimm leikjunum.
Stjörnum prýtt lið Vals mætir þá KA á N1-vellinum á Hlíðarenda en sá leikur hefst klukkan 17:00. KA er án sigurs í fyrstu fimm leikjunum en Valur er með 8 stig.
Heil umferð fer þá fram í 2. deild karla og þá er einnig spilað í 2. deild kvenna og 3. deild karla.
Leikir dagsins:
Besta-deild karla
14:00 ÍA-Vestri (ELKEM völlurinn)
17:00 Valur-KA (N1-völlurinn Hlíðarenda)
2. deild karla
14:00 Völsungur-Selfoss (PCC völlurinn Húsavík)
14:00 KFG-Haukar (Samsungvöllurinn)
14:00 KFA-Víkingur Ó. (Fjarðabyggðarhöllin)
15:00 Þróttur V.-Höttur/Huginn (Vogaídýfuvöllur)
16:00 Ægir-KF (GeoSalmo völlurinn)
16:00 Kormákur/Hvöt-Reynir S. (Dalvíkurvöllur)
2. deild kvenna
14:00 Sindri-Smári (Jökulfellsvöllurinn)
14:00 KR-Einherji (Meistaravellir)
16:00 ÍH-Dalvík/Reynir (Skessan)
3. deild karla
14:00 Vængir Júpiters-Árbær (Fjölnisvöllur - Gervigras)
16:30 KFK-Magni (Fagrilundur - gervigras)
17:00 KV-Sindri (KR-völlur)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir