Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   lau 01. júlí 2017 17:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjöggi Stef: Er búinn að vera vegan í þrjá sólarhringa
Sjóðheitur.
Sjóðheitur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við spiluðum virkilega vel í dag. Við lögðum leikinn þannig upp að þetta myndi skera á milli hvort við ætluðum að vera í efri hlutanum eða sogast í einhverja botnbaráttu," sagði Björgvin Stefánsson, helsti markaskorari Hauka, eftir 5-0 sigur á Leikni F. á Gaman Ferða vellinum að Ásvöllum í dag.

Lestu um leikinn: Haukar 5 -  0 Leiknir F.

„Mér fannst við sýna það í dag að við ætluðum að vera í efri hlutanum," sagði hann enn fremur.

Björgvin, sem skoraði þrennu í leiknum, var búinn að koma Haukunum yfir eftir 22 sekúndur.

„Þetta kom skemmtilega á óvart, sérstaklega þar sem þeir byrjuðu með boltann. Það var mjög þægilegt að byrja svona."

Nú eru mikilvægir leikir framundan fyrir Hauka.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að hafa unnið þennan leik. Það gefur okkur hvatningu fyrir næstu leiki, að geta komið okkur ennþá ofar," sagði þessi öflugi sóknarmaður.

Björgvin er víst búinn að breyta matarræðinu hjá sér.

„Ég er búinn að vera vegan í heila þrjá sólarhringa og ég myndi segja að það væri ástæðan fyrir þrennunni í dag" sagði hann.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner