Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 01. september 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Axel: Einn besti varnarmaður sögunnar kennir manni á lífið
Axel Óskar Andrésson, Mate Dalmay og Ægir Jarl Jónasson.
Axel Óskar Andrésson, Mate Dalmay og Ægir Jarl Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Jaap Stam er stjóri Reading.
Jaap Stam er stjóri Reading.
Mynd: Getty Images
Mynd: Reading
Axel Óskar Andrésson hefur verið að stíga sín fyrstu skref með aðalliði Reading að undanförnu. Axel Óskar var í byrjunarliði í sigri á Gillingham í enska deildabikarnum í síðustu viku og um síðustu helgi var hann á bekknum í leik gegn Birmingham í Championship deildinni.

„Þetta hafa verið nokkrir stórir dagar upp á síðkastið og ég vona að þetta haldi svona áfram," sagði Axel Óskar við Fótbolta.net í dag.

Stam kemur á óvart
Stjóri Reading er Jaap Stam, fyrrum varnarmaður Manchester United.

„Jesus, hvað hann er búinn að koma mér á óvart. Hann er tacitcal genius. Það er hrikalegt að fá einn besta varnarmann fyrr og síðar til að kenna manni á lífið í Reading. Þetta eru spennandi tímar. Það er hrikalega gott fyrir mig að fá að starfa með honum á hverjum degi."

„Hann hefur tekið mig í nokkra einkatíma. Ég spyr hann mikið að spurningum til að bæta minn leik. Hann er með svör við öllu og það er hrikalega gaman að vera hjá honum."


Kýldur niður á jörðina af mömmu og pabba
Axel lék í yngri flokkum Aftureldingar áður en hann fór í unglingalið Reading árið 2014.

„Þegar ég kom út í U18 ára lið Reading hélt ég að ég myndi komast í aðalliðið eins og skot. Það þurfti aðeins að kýla mig niður á jörðina. Mamma og pabbi fluttu út með mér og þau kenndu mér það. Ég var á bekknum í U18 fyrst og í fyrra var ég á bekknum í U21 liðinu þannig að ég fór í neðri deildirnar til að fá reynslu. Þetta hefur verið löng leið en þolinmæði er lykill og ég er að verða betri með tímanum."

„Þeir keyptu 8-9 leikmenn en það er jákvætt fyrir mig að þeir keyptu ekki nýjan varnarmann. Við erum að spila 3-5-2 og ég er fjórði varnarmaður eins og er. Ég er með aðalliðinu og ætla að halda áfram."


Bjartsýnn fyrir leikinn við Albaníu
Jón Daði Böðvarsson kom til Reading í sumar og Axel fagnar því að fá annan Íslending til félagsins.

„Það hefur komið mér á óvart á hverjum degi hversu mikill atvinnumaður hann er. Hann er örugglega einn mesti atvinnumaður sem ég hef kynnst ef ekki sá mesti."

Axel er í U21 árs landsliðinu sem hefur leik í undankeppni EM á mánudag klukkan 17:00 þegar Albanía kemur í heimsókn á Víkingsvöll.

„Ég býst við hörkuleik. Ef við spilum okkar leik og erum þéttan varnarleik þá erum við gæði fram á við í Alberti (Guðmundssyni) og Óttari (Magnúsi Karlssyni) sem eru hrikalegir. Við eigum góðan séns á að vinna þessa stráka í Albaníu," sagði Axel.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner