Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 01. september 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Axel: Einn besti varnarmaður sögunnar kennir manni á lífið
Axel Óskar Andrésson, Mate Dalmay og Ægir Jarl Jónasson.
Axel Óskar Andrésson, Mate Dalmay og Ægir Jarl Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Reading
Axel Óskar Andrésson hefur verið að stíga sín fyrstu skref með aðalliði Reading að undanförnu. Axel Óskar var í byrjunarliði í sigri á Gillingham í enska deildabikarnum í síðustu viku og um síðustu helgi var hann á bekknum í leik gegn Birmingham í Championship deildinni.

„Þetta hafa verið nokkrir stórir dagar upp á síðkastið og ég vona að þetta haldi svona áfram," sagði Axel Óskar við Fótbolta.net í dag.

Stam kemur á óvart
Stjóri Reading er Jaap Stam, fyrrum varnarmaður Manchester United.

„Jesus, hvað hann er búinn að koma mér á óvart. Hann er tacitcal genius. Það er hrikalegt að fá einn besta varnarmann fyrr og síðar til að kenna manni á lífið í Reading. Þetta eru spennandi tímar. Það er hrikalega gott fyrir mig að fá að starfa með honum á hverjum degi."

„Hann hefur tekið mig í nokkra einkatíma. Ég spyr hann mikið að spurningum til að bæta minn leik. Hann er með svör við öllu og það er hrikalega gaman að vera hjá honum."


Kýldur niður á jörðina af mömmu og pabba
Axel lék í yngri flokkum Aftureldingar áður en hann fór í unglingalið Reading árið 2014.

„Þegar ég kom út í U18 ára lið Reading hélt ég að ég myndi komast í aðalliðið eins og skot. Það þurfti aðeins að kýla mig niður á jörðina. Mamma og pabbi fluttu út með mér og þau kenndu mér það. Ég var á bekknum í U18 fyrst og í fyrra var ég á bekknum í U21 liðinu þannig að ég fór í neðri deildirnar til að fá reynslu. Þetta hefur verið löng leið en þolinmæði er lykill og ég er að verða betri með tímanum."

„Þeir keyptu 8-9 leikmenn en það er jákvætt fyrir mig að þeir keyptu ekki nýjan varnarmann. Við erum að spila 3-5-2 og ég er fjórði varnarmaður eins og er. Ég er með aðalliðinu og ætla að halda áfram."


Bjartsýnn fyrir leikinn við Albaníu
Jón Daði Böðvarsson kom til Reading í sumar og Axel fagnar því að fá annan Íslending til félagsins.

„Það hefur komið mér á óvart á hverjum degi hversu mikill atvinnumaður hann er. Hann er örugglega einn mesti atvinnumaður sem ég hef kynnst ef ekki sá mesti."

Axel er í U21 árs landsliðinu sem hefur leik í undankeppni EM á mánudag klukkan 17:00 þegar Albanía kemur í heimsókn á Víkingsvöll.

„Ég býst við hörkuleik. Ef við spilum okkar leik og erum þéttan varnarleik þá erum við gæði fram á við í Alberti (Guðmundssyni) og Óttari (Magnúsi Karlssyni) sem eru hrikalegir. Við eigum góðan séns á að vinna þessa stráka í Albaníu," sagði Axel.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner