Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 01. september 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Axel: Einn besti varnarmaður sögunnar kennir manni á lífið
Axel Óskar Andrésson, Mate Dalmay og Ægir Jarl Jónasson.
Axel Óskar Andrésson, Mate Dalmay og Ægir Jarl Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Reading
Axel Óskar Andrésson hefur verið að stíga sín fyrstu skref með aðalliði Reading að undanförnu. Axel Óskar var í byrjunarliði í sigri á Gillingham í enska deildabikarnum í síðustu viku og um síðustu helgi var hann á bekknum í leik gegn Birmingham í Championship deildinni.

„Þetta hafa verið nokkrir stórir dagar upp á síðkastið og ég vona að þetta haldi svona áfram," sagði Axel Óskar við Fótbolta.net í dag.

Stam kemur á óvart
Stjóri Reading er Jaap Stam, fyrrum varnarmaður Manchester United.

„Jesus, hvað hann er búinn að koma mér á óvart. Hann er tacitcal genius. Það er hrikalegt að fá einn besta varnarmann fyrr og síðar til að kenna manni á lífið í Reading. Þetta eru spennandi tímar. Það er hrikalega gott fyrir mig að fá að starfa með honum á hverjum degi."

„Hann hefur tekið mig í nokkra einkatíma. Ég spyr hann mikið að spurningum til að bæta minn leik. Hann er með svör við öllu og það er hrikalega gaman að vera hjá honum."


Kýldur niður á jörðina af mömmu og pabba
Axel lék í yngri flokkum Aftureldingar áður en hann fór í unglingalið Reading árið 2014.

„Þegar ég kom út í U18 ára lið Reading hélt ég að ég myndi komast í aðalliðið eins og skot. Það þurfti aðeins að kýla mig niður á jörðina. Mamma og pabbi fluttu út með mér og þau kenndu mér það. Ég var á bekknum í U18 fyrst og í fyrra var ég á bekknum í U21 liðinu þannig að ég fór í neðri deildirnar til að fá reynslu. Þetta hefur verið löng leið en þolinmæði er lykill og ég er að verða betri með tímanum."

„Þeir keyptu 8-9 leikmenn en það er jákvætt fyrir mig að þeir keyptu ekki nýjan varnarmann. Við erum að spila 3-5-2 og ég er fjórði varnarmaður eins og er. Ég er með aðalliðinu og ætla að halda áfram."


Bjartsýnn fyrir leikinn við Albaníu
Jón Daði Böðvarsson kom til Reading í sumar og Axel fagnar því að fá annan Íslending til félagsins.

„Það hefur komið mér á óvart á hverjum degi hversu mikill atvinnumaður hann er. Hann er örugglega einn mesti atvinnumaður sem ég hef kynnst ef ekki sá mesti."

Axel er í U21 árs landsliðinu sem hefur leik í undankeppni EM á mánudag klukkan 17:00 þegar Albanía kemur í heimsókn á Víkingsvöll.

„Ég býst við hörkuleik. Ef við spilum okkar leik og erum þéttan varnarleik þá erum við gæði fram á við í Alberti (Guðmundssyni) og Óttari (Magnúsi Karlssyni) sem eru hrikalegir. Við eigum góðan séns á að vinna þessa stráka í Albaníu," sagði Axel.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner