Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   lau 11. nóvember 2017 12:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sigurður ætlar að fá tvo íslenska þjálfara í starfslið sitt
Sigurður Ragnar og Daði Rafnsson.
Sigurður Ragnar og Daði Rafnsson.
Mynd: Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson mun að minnsta kosti fá tvo þjálfara frá Íslandi inn í teymi sitt hjá kínverska kvennalandsliðinu. Þetta staðfestir hann í samtali við Fótbolta.net.

Í gær var sagt frá því að Sigurður hefði skrifað undir þriggja ára samning við kínverska knattspyrnusambandið.

Sigurður hefur undanfarin ár stýrt kvennaliði Jiangsu Suning og náð góðum og eftirtektarverðum árangri. Nú er hann kominn með stærsta starfið í kvennaboltanum í Kína.

Daði Rafnsson starfaði með Sigurði hjá Jiangsu, en Daði er farinn heim til Íslands þar sem hann var að verða faðir.

Daði mun ekki starfa áfram með Sigurði, eða það þykir ekki líklegt, en Sigurður ætlar samt að vera með tvo þjálfara frá Íslandi í teymi sínu.

„Ég mun búa mér til mitt teymi og mun a.m.k. taka með mér tvo
þjálfara frá Íslandi en með þeim verð ég með sirka 14 manna teymi,"
sagði Sigurður við Fótbolta.net.

Hann vildi ekki gefa upp nein nöfn.

„Ég get ekki gefið upp nein nöfn núna."

„Vonandi tekst okkur að búa til frábæra umgjörð hjá Kína, það er eitt af markmiðunum. Einn liður í því er að fá hæfileikaríkt og duglegt fólk til liðs við sig, fólk sem er árangursdrifið og getur hjálpað okkur að ná árangri. Það er næsta mál á dagskrá og vonandi getum við tilkynnt fljótlega um tvo þjálfara frá Íslandi sem ég óska eftir að fá til liðs við okkur í teymið," sagði hann að lokum.

Sjá einnig:
Siggi Raggi: Miklar kröfur á að ná árangri
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner