Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fös 10. nóvember 2017 17:35
Magnús Már Einarsson
Daði Rafns starfar ekki áfram í Kína
Daði Rafnsson (til hægri).
Daði Rafnsson (til hægri).
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Daði Rafnsson er kominn heim til Íslands eftir að hafa starfað í Kína undanfarið ár.

Daði var aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Jiangsu Suning á nýliðnu tímabili í Kína en Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfaði liðið.

Sigurður Ragnar var í dag ráðinn þjálfari kínverska kvennalandsliðsins.

Daði varð faðir fyrir tveimur vikum og hann er nú fluttur aftur til Íslands.

„Þetta var ótrúleg lífsreynsla, frábær, erfið og allt á milli. Núna tekur við að vera pabbi, annað er óljóst," sagði Daði við Fótbolta.net í dag.

Daði starfaði sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki áður en hann tók til starfa í Kína í byrjun árs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner