Sean Dyche, stjóri Burnley, er mjög ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsmannsins Jóhanns Berg Guðmundssonar á þessu tímabili.
Jóhann Berg er á sínu öðru tímabili hjá Burnley og hann hefur verið lykilmaður í góðu gengi liðsins í vetur.
Jóhann Berg er á sínu öðru tímabili hjá Burnley og hann hefur verið lykilmaður í góðu gengi liðsins í vetur.
„Hann hefur staðið sig mjög vel," sagði Dyche í stuttu spjalli við Fótbolta.net á dögunum.
„Hann lærði mikið á síðasta tímabili. Hann var því miður mikið meiddur á síðasta tímabili og það truflaði hann. Hann náði að nýta sér reynsluna frá síðasta tímabili til að gera betur á þessu tímabili. Hann hefur átt mjög gott tímabil."
Burnley keypti Jóhann frá Charlton eftir EM í Frakklandi árið 2016. Jóhann lék vel með Charlton í Championship deildinni og þar vakti hann athygli Dyche.
„Við höfðum fylgst með honum í þónokkurn tíma. Við fylgdumst með stöðunni hjá honum frá því í október og þar til að við keyptum hann eftir tímabilið. Við töldum að markaðurinn væri ekki góður í januar eins og hann er oft. Við náðum honum um sumarið og ég er ánægður með það," sagði Dyche.
Jóhann er að glíma við smávægileg meiðsli þessa dagana en hann missti af sigri Burnley gegn WBA um síðustu helgi og verður líklega ekki með gegn Watford um helgina.
Athugasemdir