Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. júlí 2018 20:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Karius með slæm mistök í æfingaleik
Mynd: Getty Images
Loris Karius er mættur aftur eftir sumarfrí.

Á dögunum spilaði Liverpool við Chester úr 6. deild Englands í sínum fyrsta æfingaleik á undirbúningstímabilinu. Liverpool vann leikinn 7-0 og spilaði Karius fyrri hálfleikinn. Þetta var hans fyrsti leikur frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem hann var hreint út sagt hörmulegur og gerði tvö mistök sem kostuðu mörk. Liverpool tapaði leiknum gegn Real Madrid 3-1.

Karius slapp við það að gera mistök gegn Chester en hann gerði mistök í upphitun þar.

Í dag slapp hann hins vegar ekki við að gera mistök. Liverpool spilaði við Tranmere Rovers og vann 3-2.

Karius gaf Tranmere eitt mark eins og sjá má hér að neðan.

Stuðningsmenn Liverpool kalla eftir því að nýr markvörður verði keyptur fyrir tímabilið.















Athugasemdir
banner
banner
banner
banner