Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. ágúst 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Newcastle var 19% með boltann - „Vandræðaleg tölfræði"
Rafa var rútubílstjóri í gær.
Rafa var rútubílstjóri í gær.
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur fengið harða gagnrýni eftir að liðið var einungis 19% með boltann í 2-1 tapi gegn Chelsea á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Rafa Benítez, stjóri Newcastle, stilli upp í fimm manna vörn og sagði eftir leik að fjarvera lykilmanna eins og Jonjo Shelvey og Jamaal Lascelles hefði haft áhrif. Chelsea stjórnaði leiknum og Newcastle var í því hlutverki að verjast allan leikinn.

„Ég er ekki að kaupa þessa taktík. Í hreinskilni sagt er þeta mögulegt ef þú ert að fara á Stamford Bridge eða Etihad að mæta frábærum liðum, en ekki á heimavelli. Tölfræðin er vandræðaleg," sagði Jamie Redknapp sérfræðingur á Sky eftir leikinn.

Graeme Souness tók í sama streng: „Ef þeir hefðu gert þetta á útivelli þá hefði verið auðveldara að samþykkja þetta. Ef þú ert leikmaður þá viltu frekar tapa 3-0 og reyna frekar en að tapa eins og þeir gerðu í dag (í gær)."

Sjá einnig:
Jorginho með fleiri sendingar en allt lið Newcastle til samans
Sarri: Aldrei séð Benitez spila með fimm varnarmenn
Athugasemdir
banner
banner
banner