Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 30. nóvember 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndbönd: Karius gerði skelfileg mistök gegn Sarpsborg
Loris Karius hefur gert góða hluti hjá Tyrklandsmeisturum Besiktas frá komu sinni á lánssamningi frá Liverpool í sumar.

Karius hefur fengið þann stimpil á sig að vera afar mistækur á milli stanganna og gerðist hann sekur um skelfileg mistök er Besiktas heimsótti Sarpsborg í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.

Liðin mættust í gífurlega mikilvægum leik í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar og komust heimamenn í Sarpsborg tveimur mörkum yfir á fyrstu sex mínútum leiksins þökk sé Karius.

Markvörðurinn getur þakkað samherjum sínum fyrir að bjarga leiknum því gestirnir frá Tyrklandi komu til baka í síðari hálfleik og unnu frábæran 2-3 sigur.

Tap gegn Sarpsborg hefði bundið enda á Evrópudrauma Besiktas þetta tímabilið.











Athugasemdir
banner