Heimild: Austurglugginn | Heimasíða Hattar
Spyrnir, nýtt lið frá Egilsstöðum, mun leika í þriðju deild karla og VISA-bikarnum næsta sumar.
Spyrnir var fyrst stofnað árið 1968 og liðið lék í neðri deildum Íslandsmótsins á sínum tíma. Félagið hefur nú verið endurvakið þegar 40 ár eru liðin frá stofnun þess og mun eins og fyrr segir leika í 3.deild í sumar.
Heimavöllur liðsins verður nýr gervigrasvöllur sem var tekinn í notkun í Fellabæ á haustdögum.
Hafþór Atli Rúnarsson, sem hefur leikið með Hetti undanfarin ár, hefur verið kjörinn formaður Spyrnis en leikmenn liðsins munu meðal annars koma úr 2.flokki Hattar og úr B-liði félagsins sem hefur leikið í utandeildinni Austurlands undanfarin ár.
,,Eins mun 2. flokkur Hattar spila sem Höttur/Spyrnir og þannig verður hægt að nota 2. flokks leikmenn Hattar í Spyrni. Eins munum við verða í samstarfi að einhverju leyti við rekstrarfélag Hattar, og ljóst er að margir liðsmenn Hattar B sem hefur unnið Malarvinnslubikarinn (utandeildin á Austurlandi) auðveldlega undanfarin ár munu spila með Spyrni," sagði Hafþór í viðtali við Austurgluggann.
Athugasemdir