þri 21. september 2010 17:20
Fótbolti.net
Lið ársins í 1.deild 2010
Aron Jóhannsson besti og efnilegasti leikmaður 1.deildar árið 2010.
Aron Jóhannsson besti og efnilegasti leikmaður 1.deildar árið 2010.
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Sigursteinn Gíslason besti þjálfarinn í 1.deild árið 2010.
Sigursteinn Gíslason besti þjálfarinn í 1.deild árið 2010.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson og Egill Atlason eru báðir í liði ársins.
Helgi Sigurðsson og Egill Atlason eru báðir í liði ársins.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Nú síðdegis var lið ársins í 1.deild karla opinberað í Gyllta salnum á Hótel Borg við Austurvöll. Fótbolti.net fylgdist vel með 1.deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins og efnilegasta leikmanninum.



Markvörður:
Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)

Varnarmenn:
Gunnar Einarsson (Leiknir R.)
Þorsteinn Ingason (Þór)
Halldór Kristinn Halldórsson (Leiknir R)
Egill Atlason (Víkingur R.)

Miðjumenn:
Atli Sigurjónsson (Þór)
Árni Freyr Guðnason (ÍR)
Ármann Pétur Ævarsson (Þór)

Sóknarmenn:
Marteinn Briem (Víkingur R.)
Helgi Sigurðsson (Víkingur R.)
Aron Jóhannsson (Fjölnir)


Varamannabekkur: Magnús Þormar (Víkingur R.) - Markvörður, Dusan Ivkovic (Þróttur R.) - Varnarmaður, Fannar Þór Arnarsson (Leiknir R.) - Miðjumaður, Nenad Zivanovic (Þór) - Framherji, Jóhann Helgi Hannesson (Þór) - Framherji

Aðrir sem fengu atkvæði:
Markverðir: Ingvar Jónsson (Njarðvík), Sandor Matus (KA), Srdjan Rajkovic (Fjarðabyggð), Kristján Finnbogason (Grótta), Haraldur Björnsson (Þróttur), Hrafn Davíðsson (Fjölnir).
Varnarmenn: Stanislav Vidakovic (Fjölnir), Gunnar Valur Gunnarsson (Fjölnir), Aleksandar Linta (Þór), Atli Jens Albertsson (Þór), Gísli Páll Helgason (Þór), Ásgrímur Albertsson (HK), Hörður Árnason (HK), Steinarr Guðmundsson (Leiknir R.), Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir), Haukar Heiðar Hauksson (KA), Milos Milojevic (Víkingur R.), Tómas Guðmundsson (Víkingur R.), Karl Brynjar Björnsson (ÍR), Trausti Björn Ríkharðsson (ÍR), Hrafn Jónsson (Grótta), Eyþór Atli Einarsson (Fjölnir), Andri Hjörvar Albertsson (Fjarðabyggð), Heimir Einarsson (ÍA), Brynjar Hlöðversson (LeiknirR.).
Miðjumenn: Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.), Viðar Guðjónsson (Fjölnir), Halldór Hilmisson (Þróttur), Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir), Ragnar Leósson (ÍA), Þorvaldur Sveinn Sveinsson (Víkingur R.), Kristinn Jóhannes Magnússon (Víkingur R.), Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R), Muamer Sadikovic (Þróttur), Heimir Snær Guðmundsson (ÍR), Arnar Már Guðjónsson (ÍA), Ottó Hólm Reynisson (Þór), Vigfús Arnar Jósepsson (Leiknir R.), Sveinn Elías Jónsson (Þór), Hallur Hallsson (Þróttur), Andri Júlíusson (ÍA), Kristján Steinn Magnússon (Þór), Andri Fannar Stefánsson (KA),
Sóknarmenn: Viktor Örn Guðmundsson (Víkingur R.), Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.), Kjartan Andri Baldvinsson (Leiknir R.), David Disztl (KA), Gary Martin (ÍA), Aron Már Smárason (Fjarðabyggð), Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.), Magnús Bernhard Gíslason (Grótta), Pétur Georg Markan (Fjölnir)



Þjálfari ársins: Sigursteinn Gíslason - Leiknir R.
Sigursteinn hefur náð flottum árangri með Leikni R. síðastliðinn tvö tímabil. Liðið var í toppbaráttunni í allt sumar og rétt missti af sæti í Pepsi-deildinni eftir tap gegn Fjölni í lokaumferðinni um helgina. Leiknir var með bestu vörnina í deildinni og þá var heimavallarárangur liðsins frábær þar sem liðið vann tíu af ellefu leikjum sínum.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Páll Viðar Gíslason (Þór), Leifur S. Garðarsson (Víkingur R.), Ásmundur Arnarsson (Fjölnir), Guðlaugur Baldursson (ÍR).

Leikmaður ársins: Aron Jóhannsson - Fjölnir
Aron fór á kostum í liði Fjölnis framan af sumri. Hann skoraði tólf mörk í átján leikjum áður en danska félagið AGF keypti hann í síðasta mánuði. Þessi tólf mörk dugðu fyyrir Aron til að vera markahæsti maður deildarinnar. Aron lagði einnig upp mikið af mörkum en hann var þrívegis valinn leikmaður umferðarinnar í fyrstu deildinni í sumar eftir magnaða frammistöðu í leikjum með Fjölni.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Halldór Kristinn Halldórsson (Leiknir R.), Helgi Sigurðsson (Víkingur R.), Kristinn Jóhannes Magnússon (Víkingur R.), Fannar Þór Arnarsson (Leiknir R.), Árni Freyr Guðnason (ÍR), Dusan Ivkovic (Þróttur), Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.), Jóhann Helgi Hannesson (Þór), Nenad Zivanovic (Þór).

Efnilegastur: Aron Jóhannsson - Fjölnir
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Atli Sigurjónsson (Þór), Jóhann Helgi Hannesson (Þór), Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir), Hólmbert Aron Friðjónsson (HK), Kristján Steinn Magnússon (Þór), Ottó Hólm Reynisson (Þór), Hafsteinn Briem (HK).


Ýmsir molar:

  • Alls fengu átta markverðir atkvæði í liði ársins að þessu sinni.


  • Aron Jóhannsson fékk flest atkvæði í vali á liði ársins en hann fékk 19 atkvæði af 22 mögulegum.


  • Aron er sá fyrsti í sögunni til að vera bæði bestur og efnilegastur í 1.deildinni.


  • Alls fengu 11 leikmenn Víkings og 11 leikmenn Þórs atkvæði í valinu. Þá fengu tíu Leiknismenn atkvæði.


  • Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar fengu atkvæði í vali á liði ársins að þessu sinni.


Smellið hér til að sjá lið ársins í 1.deild 2009
Smellið hér til að sjá lokastöðuna í 1.deildinni
banner
banner