Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mán 05. október 2009 08:33
Magnús Már Einarsson
Lið ársins í 1.deild 2009
Sævar Þór Gíslason, besti leikmaðurinn í 1.deildinni í ár.
Sævar Þór Gíslason, besti leikmaðurinn í 1.deildinni í ár.
Mynd: Guðmundur Karl
Guðmundur Þórarinsson, efnilegastur í 1.deildinni í ár.
Guðmundur Þórarinsson, efnilegastur í 1.deildinni í ár.
Mynd: Vilhjálmur Siggeirsson
Gunnlaugur Jónsson, besti þjálfarinn í 1.deildinni í ár.
Gunnlaugur Jónsson, besti þjálfarinn í 1.deildinni í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Sandor Matus er einn þriggja KA-manna í liði ársins.
Sandor Matus er einn þriggja KA-manna í liði ársins.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Nú síðdegis var lið ársins í 1.deild karla opinberað í Gyllta salnum á Hótel Borg við Austurvöll. Fótbolti.net fylgdist vel með 1.deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins og efnilegasta leikmanninum.Markvörður:
Sandor Matus (KA)

Varnarmenn:
Haukur Heiðar Hauksson (KA)
Þórhallur Dan Jóhannsson (Haukar)
Agnar Bragi Magnússon (Selfoss)
Jón Steindór Sveinsson (Selfoss)

Miðjumenn:
Guðjón Pétur Lýðsson (Haukar)
Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Jóhann Ragnar Benediktsson (Fjarðabyggð)

Sóknarmenn:
Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
David Disztl (KA)
Árni Freyr Guðnason (ÍR)


Varamannabekkur: Amir Mehica (Haukar) – Markvörður, Halldór Kristinn Halldórsson (Leiknir R.) – Varnarmaður, Heimir Einarsson (ÍA) – Varnarmaður, Ingólfur Þórarinsson (Selfoss) – Miðjumaður, Hilmar Geir Eiðsson (Haukar) - Sóknarmaður.

Aðrir sem fengu atkvæði:
Markverðir: Srdjan Rajkovic (Fjarðabyggð), Jóhann Ólafur Sigurðsson (Selfoss), Gunnleifur Gunnleifsson (HK)
Varnarmenn: Stefán Ragnar Guðlaugsson (Selfoss), Andri Hjörvar Albertsson (Fjarðabyggð), Milos Glogovac (Víkingur R.), Haukur Ingvar Sigurbergsson (Fjarðabyggð), Guðjón Heiðar Sveinsson (ÍA), Gísli Páll Helgason (Þór), Ásgrímur Albertsson (HK), Hörður Árnason (HK), Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.), Leifur Andri Leifsson (HK), Ingþór Jóhann Guðmundsson (Selfoss), Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson (KA), Dalibor Nedic (Víkingur Ólafsvík), Hjalti Már Hauksson (KA), Goran Lukic (Haukar), Chris Vorenkamp (Víkingur R.), Guðmundur Andri Bjarnason (Fjarðabyggð), Fannar Árnason (Fjarðabyggð), Daníel Freyr Guðmundsson (Fjarðabyggð), Pétur Sæmundsson (Haukar), Gunnar Einarsson (Leiknir), Steinarr Guðmundsson (Leiknir).
Miðjumenn: Hilmar Trausti Arnarsson (Haukar), Henning Eyþór Jónasson (Selfoss), Andri Fannar Stefánsson (KA), Dean Martin (KA), Hafsteinn Briem (HK), Ásgeir Þór Ingólfsson (Haukar), Erlingur Jack Guðmundsson (ÍR), Jón Guðbrandsson (Selfoss), Guðmundur Þórarinsson (Selfoss), Arilíus Marteinsson (Selfoss), Brynjar Gauti Guðjónsson (Víkingur Ólafsvík), Ragnar Leósson (ÍA), Albert Ásvaldsson (Afturelding), Almir Cosic (HK), Brynjar Víðisson (HK).
Sóknarmenn: Einar Sigþórsson (Þór), Andri Júlíusson (ÍA), Garðar Ingvar Geirsson (Haukar), Aaron Palomares (HK), Þórður Birgisson (HK), Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.), Egill Atlason (Víkingur R.)Þjálfari ársins: Gunnlaugur Jónsson - Selfoss
Gunnlaugur yfirgaf KR síðastliðið haust og í kjölfarið var hann ráðinn spilandi þjálfari hjá Selfyssingum. Gengi hans á fyrsta ári sem þjálfari var draumi líkast en Gunnlaugur stýrði Selfyssingum til sigurs í 1.deildinni og liðið hafði tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni þegar að tvær umferðir voru ennþá eftir af deildinni. Gunnlaugur samdi í kjölfarið við Valsmenn og svo fór að lokum að hann stýrði Selfyssingum ekki í lokaleik sumarsins gegn sínu gamla félagi ÍA. Gunnlaugur stýrði Selfyssingum því í 21 leik í sumar en hann spilaði einnig níu leiki í vörninni.

Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Andri Marteinsson (Haukar), Heimir Þorsteinsson og Páll Guðlaugsson (Fjarðabyggð).

Leikmaður ársins: Sævar Þór Gíslason - Selfoss
Það ráku margir upp stór augu þegar að Sævar Þór ákvað að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt á Selfossi fyrir sumarið 2007. Þessi reyndi framherji sér væntanlega ekki eftir þeirri ákvörðun núna því hann hefur verið lykilmaður í að hjálpa Selfyssingum að komast upp um tvær deildir á þremur árum. Sævar Þór varð markahæstur í annarri deildinni og leikmaður ársins árið 2007. Fyrir ári síðan var Sævar Þór markakóngur með sautján mörk en í ár bætti hann um betur og skoraði nítján mörk auk þess að vera valinn leikmaður ársins.

Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Þórhallur Dan Jóhannsson (Haukar), Einar Ottó Antonsson (Selfoss), Henning Eyþór Jónasson (Selfoss), Árni Freyr Guðnason (ÍR), Erlingur Jack Guðmundsson (ÍR), Egill Atlason (Víkingur R.), Andri Fannar Stefánsson (KA).

Efnilegastur: Guðmundur Þórarinsson - Selfoss
Guðmundur steig sín fyrstu skref með meistaraflokki Selfyssinga í fyrra þegar að hann lék tvo leiki í fyrstu deildinni. Í ár fékk hann mun stærra hlutverk og skilaði því með sóma. Guðmundur, sem er bróðir Ingólfs Þórarinssonar, skoraði alls fjögur mörk í átján leikjum en hann lét ekki þar við sitja því að hann var með flestar stoðsendingar í liði Selfyssinga eða þrettán talsins. Guðmundur er einungis sautján ára gamall en á eflaust eftir að vekja athygli í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Andri Fannar Stefánsson (KA), Stefán Ragnar Guðlaugsson (Selfoss), Haukur Heiðar Hauksson (KA), Ásgeir Þór Ingólfsson (Haukar), Hafsteinn Briem (HK), Hörður Árnason (HK), Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.), Jón Daði Böðvarsson (Selfoss), Brynjar Gauti Guðjónsson (Víkingur Ó.), Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ó.), Ragnar Leósson (ÍA), Pétur Sæmundsson (Haukar), Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.)


Ýmsir molar:

  • Alls fengu 14 leikmenn atkvæði í vali á efnilegasta leikmanni deildarinnar. Átta þeirra eru í U19 ára landsliði Íslendinga.


  • Sævar Þór Gíslason fékk mjög góða kosningu í fremstu víglínu en hann fékk 21 atkvæði og vantaði því bara eitt atkvæði upp á að fá fullt hús. Sævar fékk einnig mjög góða kosningu í vali á leikmanni ársins.


  • Alls fengu 12 leikmenn Selfyssinga atkvæði í vali á liði ársins.


  • 28 varnarmenn fengu atkvæði í liði ársins að þessu sinni.


  • Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar fengu atkvæði í vali á liði ársins að þessu sinni.
Smellið hér til að sjá lið ársins í 1.deild 2008
Smellið hér til að sjá lokastöðuna í 1.deildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner