Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   þri 19. október 2010 06:00
Magnús Már Einarsson
KH nýtt félag í 3.deild - Hallur Kristján þjálfar
Mynd: KH
Hallur Kristján Ásgeirsson hefur verið ráðinn spilandi þjálfari hjá KH en hann gerði eins árs samning við félagið.

KH, Knattspyrnufélagið Hlíðarendi, er nýtt félag sem mun taka þátt í 3. deildinni næsta sumar. KH mun spila sína heimaleiki á Hlíðarenda þar sem félagið er í samstarfi við Val.

Hallur, sem er 32 ára gamall, var spilandi þjálfari hjá Þrótt Vogum í sumar. Hann hefur undanfarin ár verið að mennta sig í þjálfun en auk þess að þjálfa KH þá er hann að þjálfa yngri flokka hjá Val.

,,Hallur hefur mikla reynslu og þekkingu á 3. deildinni sem mun efla liðið og veita því kraft fyrir komandi tímabil," segir í yfirlýsingu KH.

Á ferli sínum hefur Hallur komið víða við en félagaskipti hans í KH eru númer 26 á ferlinum sem er Íslandsmet.
banner