Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   lau 24. janúar 2026 17:25
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Skoraði og sá rautt fyrir dýfu - Wrexham í umspilssæti
Patrick Bamford skoraði og var síðan rekinn af velli fyrir að dýfa sér
Patrick Bamford skoraði og var síðan rekinn af velli fyrir að dýfa sér
Mynd: Sheffield United
Það gengur vel hjá nýliðum Wrexham
Það gengur vel hjá nýliðum Wrexham
Mynd: EPA
Chris Wilder og lærisveinar hans í Sheffield United eru komnir aftur á sigurbraut í ensku B-deildinni eftir að hafa unnið toppbaráttulið Ipswich nokkuð óvænt, 3-1, á Bramall Lane í dag.

Sheffield United hafði tapað síðustu tveimur deildarleikjum sínum og þremur í röð með bikarnum, en það náði að hrista þá leiki af sér með flottum sigri á Ipswich.

Callum O'Hare og Andre Brooks komu United í 2-0 áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks en Jack Clarke minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu hálftíma fyrir leikslok.

Patrick Bamford kom United aftur í tveggja marka forystu rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok en sá síðan sitt annað gula spjald á 84. mínútu og þar með rautt fyrir dýfu í teignum.

Sigurinn góður hjá Sheffield en afar vont að missa Bamford í bann sem hefur skorað fimm mörk í tólf leikjum fyrir liðið á tímabilinu. Sheffield er í 17. sæti með 35 stig en Ipswich í 3. sæti með 50 stig.

Leicester City tapaði fyrir Oxford, 2-1, á King Power-leikvanginum í Leicester og þá gerði Birmingham 1-1 jafntefli við Stoke City. Willum Þór Willumsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Birmingham sem er í 13. sæti með 39 stig.

Wrexham vann frábæran 3-2 útisigur á QPR í Lundúnum og er nú í 6. sæti með 44 stig en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í umspil um sæti í úrvalsdeildina. Það yrði rosalegt afrek fyrir félag sem spilaði í utandeildinni fyrir nokkrum árum.

Andri Lucas Guðjohnsen var þá ekki með Blackburn Rovers sem gerði 1-1 jafntefli við Watford. Andri hefur verið að glíma við meiðsli en það ætti að styttast í að hann mæti aftur á völlinn.

Blackburn er í 21. sæti með 29 stig og fyrir ofan fallsæti á markatölu.

Leicester City 1 - 2 Oxford United
0-1 Sam Long ('4 )
0-2 Mark Harris ('72 )
1-2 Issahaku Fatawu ('84 )

Birmingham 1 - 1 Stoke City
1-0 Tomoki Iwata ('42 )
1-1 Phil Neumann ('71 , sjálfsmark)

Sheffield Utd 3 - 1 Ipswich Town
1-0 Callum O'Hare ('38 )
2-0 Andre Brooks ('45 )
2-1 Jack Clarke ('60 , víti)
3-1 Patrick Bamford ('66 )
Rautt spjald: Patrick Bamford, Sheffield Utd ('84)

Hull City 2 - 1 Swansea
1-0 Oli McBurnie ('24 , víti)
2-0 Regan Slater ('39 )
2-1 Liam Cullen ('59 )

QPR 2 - 3 Wrexham
1-0 Harvey Vale ('6 )
1-1 Callum Doyle ('54 )
2-1 Steve Cook ('80 )
2-2 Josh Windass ('90 )
2-3 Ollie Rathbone ('90 )
Rautt spjald: Amadou Mbengue, QPR ('90)

Blackburn 1 - 1 Watford
0-1 Edo Kayembe ('26 )
1-1 Lewis Miller ('28 )

Bristol City 2 - 0 Sheffield Wed
1-0 Scott Twine ('64 )
2-0 Sam Bell ('78 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 28 17 7 4 61 31 +30 58
2 Middlesbrough 29 16 7 6 46 29 +17 55
3 Ipswich Town 28 14 8 6 48 27 +21 50
4 Hull City 28 15 5 8 47 40 +7 50
5 Millwall 29 14 7 8 36 35 +1 49
6 Wrexham 29 11 11 7 43 37 +6 44
7 Bristol City 29 12 7 10 40 31 +9 43
8 Watford 28 11 10 7 39 33 +6 43
9 Preston NE 29 11 10 8 36 33 +3 43
10 Stoke City 29 12 6 11 34 26 +8 42
11 Derby County 29 11 9 9 39 37 +2 42
12 QPR 29 11 7 11 40 42 -2 40
13 Birmingham 29 10 9 10 39 38 +1 39
14 Leicester 29 10 8 11 40 43 -3 38
15 Southampton 28 9 9 10 40 40 0 36
16 Swansea 29 10 6 13 32 37 -5 36
17 Sheffield Utd 28 11 2 15 39 41 -2 35
18 Charlton Athletic 28 8 8 12 27 38 -11 32
19 West Brom 29 9 5 15 32 44 -12 32
20 Norwich 28 8 6 14 35 40 -5 30
21 Blackburn 28 7 8 13 26 37 -11 29
22 Portsmouth 26 7 8 11 23 36 -13 29
23 Oxford United 28 6 9 13 27 36 -9 27
24 Sheff Wed 28 1 8 19 18 56 -38 -7
Athugasemdir
banner
banner