Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   lau 24. janúar 2026 15:12
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Middlesbrough og Millwall unnu 4-0
Alan Browne skoraði aftur fyrir Boro
Alan Browne skoraði aftur fyrir Boro
Mynd: Middlesbrough FC
Middlesbrough og Millwall unnu bæði 4-0 sigra í ensku B-deildinni í dag.

Boro-menn eru í titilbaráttu við Coventry City og eru nú komnir aðeins þremur stigum frá toppnum.

Þeir mættu Preston á heimavelli og unnu sannfærandi. Alan Browne, sem var besti maður Boro í síðastaleik, kom þeim yfir á 9. mínútu og þá skoraði Tommy Conway tvennu.

Morgan Whittaker komst einnig á blað en gestirnir í Preston léku manni færri frá 50. mínútu er Jordan Storey sá rautt.

Boro er í öðru sæti með 55 stig og setur pressu á Coventry sem er með þriggja stiga forystu og mætir Norwich á mánudag.

Millwall pakkaði Charlton saman, 4-0. Heimamenn komust yfir á 7. mínútu með sjálfsmarki Kayne Ramsay og þá komu þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins.

Caleb Taylor, Luke Cundle og Aidomo Emakhu skoruðu mörkin sem komu Millwall upp í 4. sæti deildarinnar með 49 stig en Charlton í 18. sæti með 32 stig.

Millwall 4 - 0 Charlton Athletic
1-0 Kayne Ramsay ('7 , sjálfsmark)
2-0 Caleb Taylor ('81 )
3-0 Aidomo Emakhu ('90 )
4-0 Luke Cundle ('90 )
4-0 Camiel Neghli ('90 , Misnotað víti)

Middlesbrough 4 - 0 Preston NE
1-0 Alan Browne ('9 )
2-0 Tommy Conway ('28 )
3-0 Morgan Whittaker ('42 )
4-0 Tommy Conway ('54 )
Rautt spjald: Jordan Storey, Preston NE ('50)
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 28 17 7 4 61 31 +30 58
2 Middlesbrough 29 16 7 6 46 29 +17 55
3 Ipswich Town 28 14 8 6 48 27 +21 50
4 Hull City 28 15 5 8 47 40 +7 50
5 Millwall 29 14 7 8 36 35 +1 49
6 Wrexham 29 11 11 7 43 37 +6 44
7 Bristol City 29 12 7 10 40 31 +9 43
8 Watford 28 11 10 7 39 33 +6 43
9 Preston NE 29 11 10 8 36 33 +3 43
10 Stoke City 29 12 6 11 34 26 +8 42
11 Derby County 29 11 9 9 39 37 +2 42
12 QPR 29 11 7 11 40 42 -2 40
13 Birmingham 29 10 9 10 39 38 +1 39
14 Leicester 29 10 8 11 40 43 -3 38
15 Southampton 28 9 9 10 40 40 0 36
16 Swansea 29 10 6 13 32 37 -5 36
17 Sheffield Utd 28 11 2 15 39 41 -2 35
18 Charlton Athletic 28 8 8 12 27 38 -11 32
19 West Brom 29 9 5 15 32 44 -12 32
20 Norwich 28 8 6 14 35 40 -5 30
21 Blackburn 28 7 8 13 26 37 -11 29
22 Portsmouth 26 7 8 11 23 36 -13 29
23 Oxford United 28 6 9 13 27 36 -9 27
24 Sheff Wed 28 1 8 19 18 56 -38 -7
Athugasemdir
banner