Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   mán 01. apríl 2024 22:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingsvelli
Bjarni Mark: Vitað af áhuga Vals lengi og þeir gáfust ekki upp
'Skiptir máli þegar fólk sýnir þér svona mikinn áhuga og kann að meta þig sem leikmann og persónu'
'Skiptir máli þegar fólk sýnir þér svona mikinn áhuga og kann að meta þig sem leikmann og persónu'
Mynd: Valur
'Við tókum þá ákvörðun að þetta væri rétta skrefið'
'Við tókum þá ákvörðun að þetta væri rétta skrefið'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er geggjað að vera kominn í Val, fáránlega spenntur, búið að taka ótrúlega vel á móti mér og ég sé núna hvað þetta er flott félag," sagði Siglfirðingurinn Bjarni Mark Duffield við Fótbolta.net eftir leik Víkings og Vals í kvöld.

Bjarni, sem er 28 ára, er nýjasti leikmaður Vals. Hann var tilkynntur sem leikmaður Vals í dag en var ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn og lék því ekki með. Hann kemur í Val frá norska félaginu Start.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Valur

Skref upp á við frá Start
„Ég er kominn í Val af því það var rökréttasta skrefið á ferlinum fannst mér núna. Ég sé þetta sem skref upp á við með allt sem er í gangi og metnaðinn og svo skiptir máli þegar fólk sýnir þér svona mikinn áhuga og kann að meta þig sem leikmann og persónu."

Er hægt að bera saman Val og félag í norsku B-deildinni?

„Klárlega. Ég var hjá félagi sem er komið ansi langt hvað varðar umgjörð og svoleiðis varðar - þó svo að það sé náttúrulagi ekki alveg í lagi þar núna. Umgjörðin (hjá Val) er allt að því sama."

Valsarar gáfust ekki upp
Bjarni var orðaður við Val strax eftir að tímabilinu í Bestu deildinni lauk.

„Auðvitað skiptir áhuginn máli, þeir létu vita af sér í nóvember og ég hef vitað af áhuganum lengi. Þó að ég hafi sagt þá, og alveg nokkrum sinnum að þetta sé mögulega ekki að fara gerast, þá gáfust Valsarar ekki upp. Það ýtti undir þetta á endanum."

Er eitthvað á síðustu vikum sem breytist og verður til þess að þú ert kominn í Val?

„Nei og já. Staðan í Start var ekki alveg að fara í þá átt sem ég hélt hún myndi fara. Ég var búinn að hugsa þetta lengi en lagði einhvern veginn ekki í þetta því það er bras að flytja á milli landa. Það kemur sér vel að eiga góða kærustu sem er tilbúinn að styðja þig, við tókum þá ákvörðun að þetta væri rétta skrefið."

Bjarni ræðir nánar um Start í viðtalinu en félagið er ekki á frábærum stað í dag. Félagið átti ekki til fjármagn í lok síðasta tímabils til að spila í umspilinu um sæti í A-deild og hafa hitafundir verið haldnir í vetur. Bjarni ræðir einnig um árin fimm erlendis og það afrek að hafa náð að spila þrjá A-landsleik.

Getur spilað margar stöður
Mikið hefur verið rætt um vöntun Vals á djúpum miðjumanni. Bjarni getur bæði spilað á miðsvæðinu og í öftustu línu. Er hann að koma sem djúpur miðjumaður?

„Það verður bara að koma í ljós," sagði Bjarni og brosti. „Já, við höfum auðvitað rætt hvar ég gæti spilað og djúpur miðjumaður er eitt af því sem ég get leyst. Ég er alhliða leikmaður og spila bara þar sem mér er sagt að spila og geri bara það sem mér er sagt að gera."

Hugsaði ekki alvarlega út í aðra möguleika
Bjarni lék með KA áður en hann hélt til Svíþjóðar og samdi við Brage eftir tímabilið 2019. Kom til greina að fara í KA á þessum tímapunkti?

„Auðvitað. ég hugsaði það alveg. Ég er búinn að vera með áhuga frá Val og KA er líka búið að sýna mér áhuga. En málið er að þetta var ekki þannig að ég ákvað að núna ætlaði ég að flytja heim og bara spurning í hvaða lið ég ætlaði að fara. Ég ákvað að fara heim af því mig langaði í Val. Ég fór því einhvern veginn aldrei í þær hugleiðingar hvað passaði best."

Bjarna langar að afreka „allt" hjá Val. „Langar að spila í Evrópu og vinna alla titla sem eru í boði - því miður misstum við af þessum. Nú er það bara næsti titill," segir Bjarni sem er í „toppstandi" og er klár í að spila gegn ÍA á sunnudaginn.

Í lok viðtalsins er Bjarni spurður út í Gylfa Þór Sigurðsson og hvort að koma hans í Val hafði áhrif á ákvörðunina að ganga í raðir Vals. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner