Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   mán 01. apríl 2024 23:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stjóri Girona: Stuani mun bera fyrirliðabandið í fyrsta Evrópuleiknum
Cristhian Stuani
Cristhian Stuani
Mynd: EPA

Cristhian Stuani var hetja Girona í gær þegar liðið vann Real Betis í ótrúlegum leik í spænsku deildinni.


Girona lenti tvisvar undir en Stuani tryggði liðinu 3-2 sigur með marki í uppbótatíma.

Liðið er í 3. sæti níu stigum á undan Bilbao sem situr í 5. sæti og er því í góðum málum í baráttunni um meistaradeildarsæti.

„Hann er mikilvægasti leikmaður Girona í sögu félagsins," sagði Michel Sanchez stjóri Girona um Stuani sem er orðinn 37 ára gamall en hann hefur skorað átta mörk á tímabilinu, fimm eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

„Hann heldur áfram að sýna það með skuldbindingu sinni við félagið og klefann. Hann á skilið það sem er að gerast og það færir okkur nær Evrópu. Hann mun bera fyrirliðabandið í fyrsta Evrópuleiknum okkar."

Hann er markahæsti leikmaður í sögu Girona en hann hefur skorað 129 mörk í 245 leikjum síðan hann gekk til liðs við félagið frá Middlesbrough árið 2017.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner