Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 01. maí 2021 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Dagurinn hans Havertz gegn Fulham
Dagurinn hans Havertz í dag.
Dagurinn hans Havertz í dag.
Mynd: EPA
Chelsea 2 - 0 Fulham
1-0 Kai Havertz ('10 )
2-0 Kai Havertz ('49 )

Hinn þýski Kai Havertz hefur ekki átt stórkostlegt tímabil með Chelsea - langt því frá. Honum hefur gengið illa að aðlagast enska boltanum en hann fór fyrir sínum mönnum í sigri gegn Fulham sem virðist á leið niður.

Havertz skoraði fyrsta mark leiksins á tíundu mínútu eftir frábæra sókn. Hann kláraði vel eftir stoðsendingu Mason Mount.

Chelsea átti að komast í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks en Alphonse Areola var öflugur í marki Fulham. Undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Fulham næstum því þegar skot Ola Aina fór af varnarmanni, en Edouard Mendy gerði frábærlega að verja.

Í byrjun seinni hálfleiks kom annað mark leiksins og það gerði Havertz. Hann var aftur á ferðinni og aftur eftir laglega sókn. Í þetta skiptið var það landi hans, Timo Werner, sem átti stoðsendinguna.

Fulham spilaði vel í fyrri hálfleiknum en ekki jafnvel í þeim seinni og seinna mark Havertz var það síðasta í leiknum.

Ekki alveg besti leikur Chelsea frá upphafi en nóg var það. Liðið hefur haldið hreinu í 17 af 23 leikjum undir stjórn Thomas Tuchel. Það er magnaður árangur og magnað hvað hann hefur náð að breyta ásýnd liðsins hratt og örugglega. Næsti leikur Chelsea er sá mikilvægasti á tímabilinu hjá þeim er þeir spila seinni leik sinn við Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn er á miðvikudag en fyrri leikurinn í Madríd endaði 1-1.

Chelsea er í fjórða sæti með 61 stig. Fulham er níu stigum frá öruggu sæti þegar liðið á eftir að spila fjóra leiki. Útlitið er ekki gott fyrir lærisveina Scott Parker.

Önnur úrslit í dag:
England: Man City skipti um gír í hálfleik
England: Welbeck aðalmaðurinn í sigri á Leeds
Athugasemdir
banner
banner
banner