Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. júní 2023 09:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd rætt við bæði Frankfurt og Atalanta
Rasmus Höjlund.
Rasmus Höjlund.
Mynd: EPA
Manchester United hefur að sögn The Athletic rætt möguleikann á því að fá Randal Kolo Muani og Rasmus Höjlund. United er í leit að framherja fyrir næsta tímabil.

Greint er frá því að John Murtough, yfirmaður fótboltamála hjá United, hafi sett sig í samband við bæði Eintracht Frankfurt og Atalanta varðandi leikmennina tvo. Kolo Muani, sem er 24 ára, hefur átt frábært tímabil með Frankfurt í Þýskalandi, Frakkinn hefur skorað 23 mörk og lagt upp 17 og á eftir að spila úrslitaleik þýska bikarsins á laugardag.

Höjlund er tvítugur Dani sem hefur skorðai níu mörk fyrir Atalanta í vetur. Lokaumferðin á Ítalíu fer fram um komandi helgi.

Höjlund er í greininni sagður líklegri á þessum tímapunkti til að enda á Old Trafford, en bæði félög séu þó tilbúin að semja við United.

Harry Kane er aðalskotmark United í sumar en spurningin er hvort að félagið sé tilbúið að reiða fram risaupphæð fyrir enska fyrirliðann sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner