Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
   mán 01. júlí 2019 21:53
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Erum að skoða Alfons og Adam Örn
Ágúst Gylfason þjálfari Blika
Ágúst Gylfason þjálfari Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR lagði Breiðablik 2-0 í toppslag Pepsí Max-deildarinnar á Meistaravöllum í kvöld. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks sagði bæði lið spila illa í kvöld en KR hafi átt sigurinn skilið í döprum leik.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Breiðablik

„Ég var ekkert rosalega sáttur við spilamennskuna, bæði lið áttu dapran dag fótboltalega séð fannst mér. KR-ingar skora tvö mörk, ódýr mörk sem við hefðum átt að koma í veg fyrir. Heilt yfir var þetta sanngjarn sigur KR-inga."

Aðspurður hvort Breiðablik þurfi ekki bara að gíra sig upp í að ná KR aftur sagði Ágúst að það væri rétt og nú þyrftu þeir að gíra sig upp í næsta leik sem er slagurinn um Kópavog gegn HK.

„Jú það er alveg rétt hjá þér, takk fyrir að vera svona jákvæður. Það er eltingarleikur, við þurfum að elta KR-ingana og við þurfum að gíra okkur í næsta leik sem er HK á heimavelli."

Ágúst segir að Breiðablik sé að skoða Alfons Samsted og Adam Örn Arnarson og vonast til að geta fengið annan þeirra heim í glugganum.

„Alfons er áhugaverður leikmaður og Adam, margir okkar leikmenn sem eru erlendis eru áhugaverðir og við erum að skoða það og sjáum svo hvort það beri árangur."
Athugasemdir