Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
   mán 01. júlí 2019 21:53
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Erum að skoða Alfons og Adam Örn
Ágúst Gylfason þjálfari Blika
Ágúst Gylfason þjálfari Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR lagði Breiðablik 2-0 í toppslag Pepsí Max-deildarinnar á Meistaravöllum í kvöld. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks sagði bæði lið spila illa í kvöld en KR hafi átt sigurinn skilið í döprum leik.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Breiðablik

„Ég var ekkert rosalega sáttur við spilamennskuna, bæði lið áttu dapran dag fótboltalega séð fannst mér. KR-ingar skora tvö mörk, ódýr mörk sem við hefðum átt að koma í veg fyrir. Heilt yfir var þetta sanngjarn sigur KR-inga."

Aðspurður hvort Breiðablik þurfi ekki bara að gíra sig upp í að ná KR aftur sagði Ágúst að það væri rétt og nú þyrftu þeir að gíra sig upp í næsta leik sem er slagurinn um Kópavog gegn HK.

„Jú það er alveg rétt hjá þér, takk fyrir að vera svona jákvæður. Það er eltingarleikur, við þurfum að elta KR-ingana og við þurfum að gíra okkur í næsta leik sem er HK á heimavelli."

Ágúst segir að Breiðablik sé að skoða Alfons Samsted og Adam Örn Arnarson og vonast til að geta fengið annan þeirra heim í glugganum.

„Alfons er áhugaverður leikmaður og Adam, margir okkar leikmenn sem eru erlendis eru áhugaverðir og við erum að skoða það og sjáum svo hvort það beri árangur."
Athugasemdir
banner
banner
banner