Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. júlí 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 2. deild: Langaði að prófa eitthvað nýtt og flutti suður
Oliver fagnar ásamt Stefáni og Kristófer á síðustu leiktíð
Oliver fagnar ásamt Stefáni og Kristófer á síðustu leiktíð
Mynd: Hulda Margrét
Oliver Helgi Gíslason skoraði þrennu þegar Haukar sigruðu Völsung á útivelli í 2. umferð 2. deildar karla um síðustu helgi. Oliver er leikmaður 2. umferðar hjá Fótbolti.net

Oliver svaraði nokkrum spurningum frá fréttaritara í kjölfar valsins. Oliver skipti yfir í Hauka frá KA árið 2018. Hvernig kom það til?

„Það kom bara þannig til að mig langði að breyta til var búinn að vera á Akureyri bara frá því ég fæddist og að spila með KA, þannig langaði að prófa eitthvað nýtt og flutti suður, fór á æfingar með Haukum og gekk vel og leyst bara vel á þá," sagði Oliver.

„Fyrsta svona alvöru tímabilið með meistaraflokki í fyrra gekk ekki nægilega vel, féllum og var ég mikið meiddur í bakinu og var lítið 100% síðasta árið."

Hvernig var leikurinn á Húsavík?

„Mér fannst við stjórna leiknum frekar vel og þrátt fyrir að hafa lent undir tvisvar misstum við aldrei tök á leiknum, svo í seinni hálfleik þá settum við auka púður í okkar aðgerðir og sigldum þremur sterkum stigum í hús."

„Ég spilaði hægri kant í síðasta leik, hef verið að spila þar eða frammi í vetur. Það hefur gengið vel, skorað og lagt upp mikið á undirbúningstímabilinu og vonandi heldur það bara áfram. Hef verið að mestu meiðslalaus í vetur og vonandi verður það þannig í sumar."


Hver eru markmið Olivers í sumar?

„Persónuleg markmið er klárlega að reyna hjálpa liðinu sem mest að komast upp aftur, halda áfram að skora og leggja upp og spila miklu meira."

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Hrvoje Tokic (Selfoss)

Næsta (3.) umferð í 2. deild:
fimmtudagur 2. júlí
19:15 Kórdrengir-Njarðvík (Framvöllur)
19:15 KF-Kári (Ólafsfjarðarvöllur)

föstudagur 3. júlí
19:00 Selfoss-Völsungur (JÁVERK-völlurinn)
19:15 Þróttur V.-Haukar (Vogaídýfuvöllur)
19:15 ÍR-Dalvík/Reynir (Hertz völlurinn)

laugardagur 4. júlí
13:00 Fjarðabyggð-Víðir (Fjarðabyggðarhöllin)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner