Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 01. júlí 2021 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hálfri viku frá því að vera fullbólusettir - „Einhver álög á Fylki greinilega"
Fylkir
Fylkir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn
Atli Sveinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjöldi leikmanna Fylkis er í sóttkví eftir að smit greindist í leikmannahópi liðsins. Leikur Fylkis og HK sem átti að fara fram á sunnudag hefur verið frestað. Fylkir á næst að mæta KA sunnudaginn 11. júlí.

Þetta er ekki í fyrsta og ekki í annað skiptið sem Fylkisliðið þarf að fara í sóttkví á árinu. Atli Sveinn Þórarinsson, annar af þjálfurum Fylkis, ræddi við Fótbolta.net.

„Við fréttum af þessu á þriðjudagsæfingunni, u.þ.b. klukkan sex. Það eru átján leikmenn í sóttkví," sagði Atli Sveinn.

Af hverju eru svona margir í sóttkví, eru menn ekki bólusettir?

„Það eru allir bólusettir en það eru reglur frá sóttvarnaryfirvöldum. Flestir eru búnir með seinni sprautuna eða eru við það að klára hana. En það eru ekki liðnar fullar tvær vikur frá seinni sprautunni og því teljast þeir ekki sem fullbólusettir heldur hálfbólusettir. Það er frekar svekkjandi, allur mannskapurinn er í raun þannig. 2002 strákarnir okkar fengu Jansen fyrir tveimur og hálfri viku en það þurfa að vera fullar þrjár vikur. Það er í raun skýringin á þessu."

Hvernig er með þjálfarana? „Ég er fullbólusettur og Óli er búinn að fá covid, við sleppum nokkuð vel."

Hvernig er framhaldið?

„Það er skimun framundan á þriðjudaginn, vonandi verður það fyrri part dags og við sleppum úr sóttkví þá. Vonandi er þetta í síðasta skiptið, það eru einhver álög á Fylki greinilega. Svona er þetta, því miður."

Hvernig eru samskipti við KSÍ varðandi næsta leik og hvernig verða æfingar á næstu dögum?

„Við sendum á þá í morgun listann af þeim sem eru í sóttkví. Við erum að bíða eftir svari frá þeim hvernig þeir vilja stilla því upp. Við reynum kannski að hafa æfingu fyrir þessa 4-5 sem eru fyrir utan. Það verður einhver reitur, fjórir á einn eða fjórir á tvo, við finnum út úr því."

„Þetta er helber óheppni og það þýðir ekkert að pirra sig á þessu. Hefði munað fjórum dögum þá hefðum við allir verið fullbólusettir og ekkert vesen,"
sagði Atli Sveinn.
Athugasemdir
banner
banner