Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   fös 01. júlí 2022 22:50
Sverrir Örn Einarsson
Gary Martin: Er með einn og þrjá fjórðu af fæti
Lengjudeildin
Gary Martin
Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vitum ekkert hvað er planað fyrirfram, við erum á toppnum og á þessu tímapunkti í fyrra hefðum við þegið stig hér. Við erum með fleiri stig núna en eftir 18 umferðir í fyrra og við erum bara að njóta. “ Sagði Gary Martin leikmaður og fyrirliði Selfoss eftir leik liðsins gegn Grindavík sem lyktaði með 2-2 jafntefli um að leikurinn hafi ekki farið alveg eftir því plani sem lagt var upp með.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Selfoss

Selfossliðið átti erfiðan dag í miðri viku þegar liðið mætti Víkingum í Mjólkurbikarnum. Gary lék ekki í þeim leik vegna meiðsla en fannst honum mögulega leikurinn sitja í liðsfélögum sínum?

„Ég sjálfur er ekki hundrað prósent heill, Ég er með einn og þrjá fjórðu af fæti, Auðvitað voru þeir þreyttir en við virðum stigið. Það var erfitt fyrir þá að spila tíu gegn Víkingum en við börðumst í fyrri hálfleik og hefðum átt að klára leikinn þá.“

Selfoss liðið er ungt og margir leikmenn sem telja ekki háan fjölda ára í liðinu. Staðreyndin er þó að liðið er enn á toppnum um stundarsakir hið minnsta og tilefni til bjartsýni á Selfossi fyrir komandi árum.

„Klárlega, sumir af þessum ungu strákum munu ná langt. Þeir eru með mig að öskra á sig og gætu tekið því á hvorn vegin sem er og gæti jafnvel hindrað þá á köflum en ég reyni að kalla fram það besta í þeim. Við erum með fjóra fimm stráka fædda eftir aldamót og framtíðin er bara björt fyrir þessa stráka en þeir þurfa rétta fólkið í kringum sig til að ýta þeim áfram. “

Sagði einlægur Gary Martin en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner