Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 01. júlí 2022 21:49
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins: Gerðum okkur lífið leitt með kjánalegum mistökum
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ekki vel, aldrei gaman að tapa. Við gerðum okkur bara lífið leitt sjálfir með kjánalegum mistökum í fyrsta markinu. Kennie Chopart á náttúrulega að vera löngu búin að setja boltann upp í stúku og missir leikmanninn inn fyrir sig fyrir vikið og upp úr því verður síðan vítaspyrna. Við sköpuðum fullt af færum í upphafi leiks, erum mjög agressívir og eigum fín hættuleg færi. Auðvitað eiga þeir skalla í slá og áttu sín upphlaup líka en við vorum með yfirhöndina á þeim tímapunkti og það er súrt að gefa mörk eins og við gerðum á móti Breiðabliki um daginn."  sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 3-0 tapið gegn Víking R í leik sem var að ljúka.


Lestu um leikinn: KR 0 -  3 Víkingur R.

Sóknarleikurinn hjá KR hefur ekki verið sérstakur en liðið fékk nokkur góð færi í kvöld til að komast yfir en tókst ekki að setja boltann yfir línuna.

„Sóknarleikurinn er ekki áhyggjuefni, áhyggjuefnið er að nýta færin sem við sköpum. Við búum til færi, búum til fyrirgjafir og komum okkur í fínar stöður en boltinn fer aldrei yfir línuna og það er ekki gott."

KR eru búnir að spila fjóra deildarleiki án þess að vinna í Bestu-deildinni og segir Rúnar Kristinsson liðið vera á þeim stað sem þeir vilja ekki vera á.

„Já, það er bara mjög slæmt. Við erum á stað sem við viljum ekki vera á en við breytum því ekki og við þurfum bara að halda áfram og reyna að hafa trú á því sem við erum að gera."

„Ég tel okkur vera búnir að vera spila fína leiki undafarið. Við erum engu síðri en þessi lið sem við erum búnir að vera spila í móti að mörgu leyti en færanýtingin okkar gerir það að verkum að við komumst ekki yfir í leikjunum þegar við erum kannski með fleiri betri færi en andstæðingurinn."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir