Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
   fös 01. júlí 2022 21:49
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins: Gerðum okkur lífið leitt með kjánalegum mistökum
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ekki vel, aldrei gaman að tapa. Við gerðum okkur bara lífið leitt sjálfir með kjánalegum mistökum í fyrsta markinu. Kennie Chopart á náttúrulega að vera löngu búin að setja boltann upp í stúku og missir leikmanninn inn fyrir sig fyrir vikið og upp úr því verður síðan vítaspyrna. Við sköpuðum fullt af færum í upphafi leiks, erum mjög agressívir og eigum fín hættuleg færi. Auðvitað eiga þeir skalla í slá og áttu sín upphlaup líka en við vorum með yfirhöndina á þeim tímapunkti og það er súrt að gefa mörk eins og við gerðum á móti Breiðabliki um daginn."  sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 3-0 tapið gegn Víking R í leik sem var að ljúka.


Lestu um leikinn: KR 0 -  3 Víkingur R.

Sóknarleikurinn hjá KR hefur ekki verið sérstakur en liðið fékk nokkur góð færi í kvöld til að komast yfir en tókst ekki að setja boltann yfir línuna.

„Sóknarleikurinn er ekki áhyggjuefni, áhyggjuefnið er að nýta færin sem við sköpum. Við búum til færi, búum til fyrirgjafir og komum okkur í fínar stöður en boltinn fer aldrei yfir línuna og það er ekki gott."

KR eru búnir að spila fjóra deildarleiki án þess að vinna í Bestu-deildinni og segir Rúnar Kristinsson liðið vera á þeim stað sem þeir vilja ekki vera á.

„Já, það er bara mjög slæmt. Við erum á stað sem við viljum ekki vera á en við breytum því ekki og við þurfum bara að halda áfram og reyna að hafa trú á því sem við erum að gera."

„Ég tel okkur vera búnir að vera spila fína leiki undafarið. Við erum engu síðri en þessi lið sem við erum búnir að vera spila í móti að mörgu leyti en færanýtingin okkar gerir það að verkum að við komumst ekki yfir í leikjunum þegar við erum kannski með fleiri betri færi en andstæðingurinn."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner