Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 01. júlí 2022 21:49
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins: Gerðum okkur lífið leitt með kjánalegum mistökum
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ekki vel, aldrei gaman að tapa. Við gerðum okkur bara lífið leitt sjálfir með kjánalegum mistökum í fyrsta markinu. Kennie Chopart á náttúrulega að vera löngu búin að setja boltann upp í stúku og missir leikmanninn inn fyrir sig fyrir vikið og upp úr því verður síðan vítaspyrna. Við sköpuðum fullt af færum í upphafi leiks, erum mjög agressívir og eigum fín hættuleg færi. Auðvitað eiga þeir skalla í slá og áttu sín upphlaup líka en við vorum með yfirhöndina á þeim tímapunkti og það er súrt að gefa mörk eins og við gerðum á móti Breiðabliki um daginn."  sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 3-0 tapið gegn Víking R í leik sem var að ljúka.


Lestu um leikinn: KR 0 -  3 Víkingur R.

Sóknarleikurinn hjá KR hefur ekki verið sérstakur en liðið fékk nokkur góð færi í kvöld til að komast yfir en tókst ekki að setja boltann yfir línuna.

„Sóknarleikurinn er ekki áhyggjuefni, áhyggjuefnið er að nýta færin sem við sköpum. Við búum til færi, búum til fyrirgjafir og komum okkur í fínar stöður en boltinn fer aldrei yfir línuna og það er ekki gott."

KR eru búnir að spila fjóra deildarleiki án þess að vinna í Bestu-deildinni og segir Rúnar Kristinsson liðið vera á þeim stað sem þeir vilja ekki vera á.

„Já, það er bara mjög slæmt. Við erum á stað sem við viljum ekki vera á en við breytum því ekki og við þurfum bara að halda áfram og reyna að hafa trú á því sem við erum að gera."

„Ég tel okkur vera búnir að vera spila fína leiki undafarið. Við erum engu síðri en þessi lið sem við erum búnir að vera spila í móti að mörgu leyti en færanýtingin okkar gerir það að verkum að við komumst ekki yfir í leikjunum þegar við erum kannski með fleiri betri færi en andstæðingurinn."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner