Pálmi Rafn verður framkvæmdastjóri
KR tilkynnti rétt í þessu að Óskar Hrafn Þorvaldsson muni taka við sem þjálfari liðsins eftir tímabilið. Hann kemur hinsvegar strax inn í þjálfareymi liðsins og verður Pálma Rafni Pálmasyni til aðstoðar út yfirstandandi tímabil.
Auk þess að þjálfa meistaraflokk karla hjá KR mun Óskar verða yfirmaður fótboltamála.
Pálmi mun svo taka við sem framkvæmdastjóri félagsins eftir að yfirstandandi keppnistímabili lýkur.
KR hefur gengið afleitlega á tímabilinu og er í níunda sæti Bestu deildarinnar, aðeins þremur stigum frá fallsæti.
Auk þess að þjálfa meistaraflokk karla hjá KR mun Óskar verða yfirmaður fótboltamála.
Pálmi mun svo taka við sem framkvæmdastjóri félagsins eftir að yfirstandandi keppnistímabili lýkur.
KR hefur gengið afleitlega á tímabilinu og er í níunda sæti Bestu deildarinnar, aðeins þremur stigum frá fallsæti.
Tilkynning KR
Gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Reykjavíkur.
Aðalstjórn KR hefur náð samkomulagi við Pálma Rafn Pálmason um að taka við starfi framkvæmdastjóra félagsins þegar tímabundinn samningur hans við knattspyrnudeild félagsins rennur út eftir tímabil.
Aðalstjórn þakkar Bjarna Guðjónssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra, kærlega fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.
Pálmi Rafn er KR-ingum að góðu kunnur enda notið starfskrafta hans á ýmsum sviðum á undanförnum árum. Pálmi Rafn gjörþekkir félagið enda bæði leikið fyrir það, þjálfað og starfað.
„Ég er afskaplega glöð að Pálmi Rafn hafi ákveðið að taka að sér starf framkvæmdastjóra félagsins og hlakka mikið til samstarfsins við hann. Hann hefur unnið afskaplega gott starf í mörg ár fyrir félagið og frábært að fá hann til þess að taka við af Bjarna Guðjónssyni, sem framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Reykjavíkur,” segir Þórhildur Garðarsdóttir, formaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur.
Í framhaldi af tilkynningu aðalstjórnar er tilkynning frá knattspyrnudeild KR.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmaður knattspyrnumála í KR, hefur að beiðni Pálma Rafns Pálmasonar, þjálfara meistaraflokks, komið inn í þjálfarateymi liðsins og mun hjálpa liðinu í baráttunni sem fram undan er. Óskar Hrafn mun að tímabili loknu taka við starfi þjálfara meistaraflokks karla ásamt því að gegna starfi yfirmanns knattspyrnumála. Kynnt verður um ráðningu yfirþjálfara yngri flokka á næstu misserum.
Óskar tekur strax til starfa og verður með liðinu í næsta leik er við sækjum HK menn heim á miðvikudaginn kemur.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir