City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   fim 01. september 2022 21:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arthur í Liverpool (Staðfest)
Mynd: Liverpool
Liverpool var að krækja í miðjumanninn Arthur Melo á láni frá Juventus út leiktíðina.

Liverpool mun borga stærstan hluta launa hans á leiktíðinni og greiða 4,5 milljónir evra í lánsgjald. Félagið getur svo keypt hann á 37,5 milljónir evra næsta sumar.

Honum hefur ekki tekist að vinna sér inn byrjunarliðssæti hjá Juventus en hann á þó 63 leiki að baki á tveimur árum hjá félaginu.

Arthur var hjá Barcelona í tvö ár áður en hann fór til Juventus en þar áður var hann á mála hjá Gremio í heimalandinu, Brasilíu.

Hann á 22 landsleiki fyrir Brasilíu og er fenginn til að hjálpa við að leysa meiðslavandræði á miðju Liverpool. Það voru fleiri félög sem höfðu áhuga á honum en hann vildi spila á sem hæstu stigi fyrir heimsmeistaramótið í vetur.
Athugasemdir
banner