Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. september 2022 16:38
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd fær Dubravka (Staðfest)
Mynd: EPA

Manchester United er búið að staðfesta félagsskipti Martin Dubravka frá Newcastle United.


Dubravka er 33 ára markvörður frá Slóvakíu með 130 leiki að baki fyrir Newcastle. Hann er búinn að missa byrjunarliðssæti sitt til Nick Pope og vill frekar vera varamarkvörður hjá Man Utd.

Hann mun veita David de Gea samkeppni um markmannsstöðuna hjá Rauðu djöflunum, eitthvað sem hinn 36 ára gamli Tom Heaton getur ekki gert.

Dean Henderson er einnig samningsbundinn Man Utd en mun leika með Nottingham Forest á láni út tímabilið.

Dubravka er sjötti leikmaðurinn og líklega sá síðasti sem kemur til Man Utd í sumar eftir Antony, Casemiro, Lisandro Martinez, Tyrell Malacia og Christian Eriksen.

Hann kemur á eins árs lánssamningi með kaupmöguleika sem er talinn nema fimm milljónum punda.


Athugasemdir
banner
banner