Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 01. september 2022 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvö ár til að gera eitthvað en hann hefur í rauninni ekki gert neitt
Arthur er mættur til Liverpool.
Arthur er mættur til Liverpool.
Mynd: Liverpool
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool fékk í kvöld miðjumanninn Arthur á láni frá Juventus.

Liverpool mun borga stærstan hluta launa hans á leiktíðinni og greiða 4,5 milljónir evra í lánsgjald. Félagið getur svo keypt hann á 37,5 milljónir evra næsta sumar.

Hann á 22 landsleiki fyrir Brasilíu og er fenginn til að hjálpa við að leysa meiðslavandræði á miðju Liverpool. Það voru fleiri félög sem höfðu áhuga á honum en hann vildi spila á sem hæstu stigi fyrir heimsmeistaramótið í vetur.

Arthur er teknískur miðjumaður sem kemur til með að auka breiddina hjá Liverpool. James Horncastle, sem er mikill sérfræðingur um ítalskan fótbolta, segir hins vegar að leikmaðurinn hafi ekkert gert á tveimur árum sínum á Ítalíu.

„Arthur hefur haft tvö ár til að gera eitthvað en hann hefur í rauninni ekki gert neitt. Stór ástæða fyrir því er sú að hann hefur ekki náð að koma sér mikið inn á völlinn," segir Horncastle við BBC.

Hann segir að Arthur sé búinn að glíma við erfið meiðsli og jafnframt að tíðar þjálfarabreytingar hjá Juventus hafi ekki gert mikið til að hjálpa honum að finna stöðugleika.

„Þetta er ferskt upphaf fyrir Arthur," segir Horncastle, en Arthur hefur ekki alveg náð að sýna sínar bestu hliðar í evrópskum fótbolta - hvorki með Juventus né Barcelona. Ef einhver þjálfari geti náð því besta út úr honum, þá er það líklega Jurgen Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner