Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 01. október 2023 20:54
Kjartan Leifur Sigurðsson
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ágætis leikur en það vantar upp á hugarfarið hjá mínum mönnum. Þetta er í fyrsta sinn í þessari tvískiptingu sem við gerum ekki hlutina hundrað prósent. Ef við hefðum gert þetta með góða hugarfari held ég að úrslitin hefðu verið öðruvísi."

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KA

KA er auðvitað ekki að keppa uppá neitt á meðan Fram er í fallbaráttu og það sást í dag.

„Það var nákvæmlega þannig. Við töluðum um að gera þetta vel og við gerðum það vel í fyrstu þremur leikjunum. Í dag vantaði uppá. Ef maður leggur ekki fulla vinnu í leikina þá tapar maður leikjum. Ef við erum líka í fríi í hausnum á móti HK þá töpum við líka gegn þeim. Fullt af jákvæðum punktum en þú vinnur ekki leiki ef þú mætir ekki með hundrað prósent hugarfar"

„Við erum með gott lið og höfum staðið okkur vel en frammistaðan í dag var ekki nóg. Þú getur talið um taktík eða færin eða hvað sem er. Það er bara þannig að ef hugarfarið er ekki í lagi þá vinnuru ekki fótboltaleiki og við vorum heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur."

Seinasti leikur KA í sumar er heimaleikur gegn HK.

„Við ætlum að enda þetta vel hjá okkar fólki. Eina sem ég segi er að ég vil sjá alvöru hugarfar og enda þetta með sigri heima hjá okkar aðdáendum sem hafa staði við bakið á okkur í allt sumar. Frábært sumar hjá þeim að fylgja okkur í Evrópu og bikarúrslit."
Athugasemdir
banner