Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 01. október 2023 20:54
Kjartan Leifur Sigurðsson
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ágætis leikur en það vantar upp á hugarfarið hjá mínum mönnum. Þetta er í fyrsta sinn í þessari tvískiptingu sem við gerum ekki hlutina hundrað prósent. Ef við hefðum gert þetta með góða hugarfari held ég að úrslitin hefðu verið öðruvísi."

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KA

KA er auðvitað ekki að keppa uppá neitt á meðan Fram er í fallbaráttu og það sást í dag.

„Það var nákvæmlega þannig. Við töluðum um að gera þetta vel og við gerðum það vel í fyrstu þremur leikjunum. Í dag vantaði uppá. Ef maður leggur ekki fulla vinnu í leikina þá tapar maður leikjum. Ef við erum líka í fríi í hausnum á móti HK þá töpum við líka gegn þeim. Fullt af jákvæðum punktum en þú vinnur ekki leiki ef þú mætir ekki með hundrað prósent hugarfar"

„Við erum með gott lið og höfum staðið okkur vel en frammistaðan í dag var ekki nóg. Þú getur talið um taktík eða færin eða hvað sem er. Það er bara þannig að ef hugarfarið er ekki í lagi þá vinnuru ekki fótboltaleiki og við vorum heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur."

Seinasti leikur KA í sumar er heimaleikur gegn HK.

„Við ætlum að enda þetta vel hjá okkar fólki. Eina sem ég segi er að ég vil sjá alvöru hugarfar og enda þetta með sigri heima hjá okkar aðdáendum sem hafa staði við bakið á okkur í allt sumar. Frábært sumar hjá þeim að fylgja okkur í Evrópu og bikarúrslit."
Athugasemdir
banner
banner