Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   þri 01. október 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrirliði Svartfellinga semur við andstæðinga Víkings

Stevan Jovetic, fyrirliði landsliðs Svartfjallalands, hefur samið við Omonia frá Kýpur.


Jovetic er 34 ára framherji en hann lék síðast með Olympiakos í Grikklandi en yfirgaf félagið í sumar eftir árs dvöl. Hann hefur leikið með liðum á borð við Man City, Inter og Sevilla á ferlinum.

Omonia er andstæðingur Víkings í Sambandsdeildinni en liðin mætast í fyrstu umferð deildakeppninnar á fimmtudaginn.

Svartfjallaland er með Íslandi í riðli í Þjóðadeildinni en Jovetic kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri Íslands í síðasta mánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner