Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 01. október 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrirliði Svartfellinga semur við andstæðinga Víkings
Mynd: Getty Images

Stevan Jovetic, fyrirliði landsliðs Svartfjallalands, hefur samið við Omonia frá Kýpur.


Jovetic er 34 ára framherji en hann lék síðast með Olympiakos í Grikklandi en yfirgaf félagið í sumar eftir árs dvöl. Hann hefur leikið með liðum á borð við Man City, Inter og Sevilla á ferlinum.

Omonia er andstæðingur Víkings í Sambandsdeildinni en liðin mætast í fyrstu umferð deildakeppninnar á fimmtudaginn.

Svartfjallaland er með Íslandi í riðli í Þjóðadeildinni en Jovetic kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri Íslands í síðasta mánuði.


Athugasemdir
banner
banner