Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
banner
   þri 01. október 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrsti leikur Arons í dag - Argentínsk markavél stýrir andstæðingunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aron Einar Gunnarsson gekk til liðs við Al-Gharafa frá Katar á dögunum frá Þór en hann gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið í dag.


Aron þekkir vel til í Katar en hann spilaði með Al-Arabi áður en hann gekk til liðs við Þór í sumar.

Al-Gharafa spilar í Meistaradeild Asíu gegn Al-Ain frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum klukkan 18 í kvöld.

Það vekur athygli að stjóri Al-Ain er Argentínumaðurinn Hernan Crespo en hann spilaði sem framherji á sínum tíma með liðum á borð við Chelsea, Milan og Inter.

Hann lék 64 landsleiki fyrir hönd Argentínu og skoraði 35 mörk. Hann er fjórði markahæsti landsliðmaður Argentínu í sögunni á eftir Lionel Messi, Gabriel Batistuta og Sergio Aguero.


Athugasemdir
banner
banner