Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 01. desember 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmannasamtökin standa með leikmönnum Napoli
Leikmenn Napoli voru sektaðir.
Leikmenn Napoli voru sektaðir.
Mynd: Getty Images
Aurelio De Laurentiis.
Aurelio De Laurentiis.
Mynd: Getty Images
Alþjóðlegu leikmannasamtökin FIFPro standa með leikmönnum ítalska úrvalsdeildarfélagsins Napoli.

Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, sektaði leikmenn liðsins um 25% af mánaðarlaunum þeirra eða samtals 2,5 milljónir evra.

Napoli stefndi á titilbaráttu á þessu tímabili en liðið er í sjöunda sæti eftir fimm leiki í röð án sigurs.

Á dögunum vildi De Laurentiis senda leikmenn í viku æfingabúðir á æfingasvæði félagsins. Leikmenn og þjálfarinn Carlo Ancelotti neituðu við litla hrifningu De Laurentiis. Hann ákvað því að deila út hárri sekt.

Leikmannasamtökin FIFPro segja að sem De Laurentiis hafi verið að gera sér ólöglegt og handahófskennt.

„FIFPro telur að ákvörðun Napoli að meina leikmönnum að fara heim og hitta fjölskyldur sína eftir leikinn gegn Salzburg hafi ekki verið réttlætanleg," segir í yfirlýsingu frá leikmannasamtökunum.

„Eins og allt annað starfsólk þá eiga atvinnumenn í fótbolta rétt á því að einkalíf þeirra sé virt, sérstaklega vegna leikjaálags sem veldur því að margir eru frá fjölskyldum sínum í langan tíma."

„Rökin sem Napoli beitir fyrir sektunum, að leikmenn hafi neitað óeðlilegum fyrirmælum Napoli, það stangast á við ákvæði í kjarasamningi Ítalíu."

„Leikmenn Napoli geta ekki orðið fyrir handahófskenndum ákvörðunum frá óánægðum klúbbi þegar úrslitin eru ekki óásættanleg."

„Við endurrómum það viðhorf að Carlo Ancelotti og hans þjálfarateymi er að lokum ábyrgt fyrir að stjórna leikmannahópnum eins og þeir vilja," segir í yfirlýsingunni.

„Stjórnarmenn eiga ekki að taka svona ákvarðanir og við styðjum Ancelotti og leikmenn Napoli á þessum erfiðu tímum. FIFPro er tilbúið að aðstoða, í nánu samstarfi við AIC (leikmannasamtökin á Ítalíu), að leikmennirnir verði ekki fyrir frekari misnotkun og hótunum."

Napoli mætir Bologna á morgun í Seríu A, en Napoli hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner