Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 02. janúar 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cooper: Vorum betri aðilinn og áttum að vinna

Chelsea og Nottingham Forest gerðu 1-1 jafntefli í kaflaskiptum leik í gær en Chelsea náði forystunni í fyrri hálfleik og Forest jafnaði í þeim síðari.


Steve Cooper stjóri Forest er harður á því að sínir menn hefðu átt að klára leikinn.

„Við ættum að vera sáttur með það að hafa verið betra liðið og átt að vinna leikinn en við gerðum það ekki. Við tökum lærdóm af þesssu. Maður vill reyna að vinna alla leiki, sérstaklega hér, við verðum að virða mótherjann, þeir eru með heimsklassa leikmenn út um allt," sagði Cooper.

Mark Chelsea var ansi skrautlegt þar sem boltinn fór af Willy Boly og í slánna og barst þaðan til Raheem Sterling sem skoraði.

„Við vorum óheppnir með markið, fer í slána og hefði getað farið hvert sem er en fór beint á hægri fótinn á Sterling. Við vorum ákveðnari í síðari hálfleik, við vorum betra liðið að mínu mati á heildina litið. Við bjuggum til betri færi í fyrri hálfleik, miðað við það áttum við að minnsta kosti þetta stig skilið," sagði Cooper.


Athugasemdir
banner
banner