Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 02. febrúar 2015 17:12
Magnús Már Einarsson
Emil Atlason til Preussen Munster (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Atlason, framherji KR, hefur gengið til liðs við þýska félagið Preussen Munster á láni fram á vor.

Emil var á dögunum orðaður við 1860 Munchen í Þýskalandi en nú er ljóst að hann mun leika með Preussen Munster næstu mánuðina.

Preussen Munster er í öðru sæti í þýsku C-deildinni í augnablikinu, stigi á eftir Arminia Bielefeld.

,,Eftir að hafa farið vel yfir þetta með honum þá var þetta möguleiki sem við vildum bjóða honum upp á. Við vonum bara að hann grípi gæsina og noti þetta sem fyrsta skref inn í atvinnumennsku," sagði Baldur Stefánsson varaformaður knattspyrnudeildar KR í samtali við Fótbolta.net í dag.

Lánssamningurinn gildir út tímabilið í Þýskalandi en það klárast 23. maí. Þó er möguleiki á að Emil snúi heim fyrir fyrsta leik í Pepsi-deildinni þann 4. maí.

,,Þetta er sett þannig upp að þeim betur sem honum gengur því betra er það fyrir hann og KR. Það er möguleiki að hann komi heim fyrir mótið í sumar en það verður í síðasta lagi þegar mótinu lýkur í Þýskalandi."

,,Þetta er leið fyrir hann til að fá að spreyta sig í liði sem er í toppbaráttu í mjög sterkri deild. Þó að þetta sé C-deild þá eru alvöru klúbbar þarna eins og Arminia Bielefeld og Dynamo Dresden. Þessi deild er örugglega af svipuðum styrkleika og enska C-deildin."

Athugasemdir
banner