Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 17:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Víkingur 
Róbert Orri til liðs við Víking (Staðfest)
Mynd: Víkingur
Víkingur hefur fengið góða styrkingu í vörnina en Róbert Orri Þorkelsson er genginn til liðs við félagið. Hann skrifar undir þriggja ára samning.

Róbert Orri er 22 ára gamall varnarmaður sem er alinn upp hjá Aftureldingu en hann spilaði með Breiðabliki í tvö ár áður en hann gekk til liðs við CF Montreal þar sem hann lék 21 leik í MLS deildinni frá 2021-2023.

Hann var síðan lánaður til Kongsvinger í næst efstu deild í Noregi. Róbert á fjóra A-landsleiki að baki og 23 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var fyrirliði U21 landsliðsins.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafnaði hann samningstilboði frá Val.

„Róbert er mjög spennandi ungur vinstri fótar hafsent sem getur leyst vinstri bakvörð líka. Hann er góður á boltann og með góða sendingagetu og við teljum hann vera kominn í besta umhverfi á landinu til að þróa sinn leik enn frekar. Við ætlumst til mikils af honum hér í Víkinni næstu árin," sagði Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, við undirskriftina.
Gefum Sölva Ottesen, þjálfara Víkings, orðið.

„Róbert Orri er frábær leikmaður sem sýndi snemma hæfileika sína á Íslandi og fór ungur út í atvinnumensku. Hann er mikill leiðtogi innan sem utan vallar sem sást vel í vali hans sem fyrirliða U-21 landsliðsins. Róbert er leikmaður sem gerir góðan hóp enn betri og við bindum miklar vonir við hann hér í Hamingjunni," sagði Sölvi Geir Ottesen þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner