Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 02. mars 2021 19:25
Elvar Geir Magnússon
Lee Mason dæmir ekki um helgina
Dómarinn Lee Mason kemur ekki við sögu í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Þessi 49 ára dómari var í sviðsljósinu þegar West Brom vann Brighton síðasta laugardag.

Hann dæmdi af mark Lewis Dunk úr aukaspyrnu þrátt fyrir að hafa flautað spyrnuna á.

Mason átti að vera fjórði dómari í leik Liverpool gegn Sheffield United sólarhring síðar en dró sig úr því verkefni.

Opinberlega ástæðan er sögð vera meiðsli á kálfa en hann er ekki settur á neinn leik um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner