Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   þri 02. mars 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Smith vonast til að Grealish snúi aftur á laugardag
Jack Grealish gæti snúið aftur í lið Aston Villa um komandi helgi. Þetta segir Dean Smith, stjóri Villa.

Grealish hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla og verður einnig fjarverandi annað kvöld þegar Villa heimsækir Sheffield United á miðvikudagskvöld.

En Smith vonar að þessi hæfileikaríki leikmaður, sem ber fyrirliðabandið hjá Villa, spili í heimaleik gegn Wolves á laugardag.

Grealish hefur skorað sex mörk og átt tíu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

„Jack verður ekki með gegn Sheffield en verður vonandi farinn að æfa í lok vikunnar," segir Smith.

Smith segir að Kortney Hause og Matty Cash nálgist endurkomu en þeir eru farnir að taka léttar æfingar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner