Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   lau 02. mars 2024 20:08
Brynjar Ingi Erluson
England: Digne hetjan í Luton
Lucas Digne skoraði sigurmarkið
Lucas Digne skoraði sigurmarkið
Mynd: EPA
Luton 2 - 3 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins ('24 )
0-2 Ollie Watkins ('38 )
1-2 Tahith Chong ('66 )
2-2 Carlton Morris ('72 )
2-3 Lucas Digne ('89 )

Aston Villa vann mikilvægan 3-2 sigur á Luton Town í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Kenilworth Road í dag.

Enska markamaskínan Ollie Watkins kom Villa mönnum í 1-0 á 24. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Leon Bailey. Watkins verið sjóðandi heitur á tímabilinu, en hann var ekki hættur.

Hann gerði annað mark sitt undir lok fyrri hálfleiks eftir stórkostlega langa sendingu Douglas Luiz yfir vörnina. Watkins lagði síðan boltann á hægri og setti hann örugglega í fjærhornið.

Heimamenn í Luton svöruðu þeim síðari. Hollendingurinn Tahith Chong minnkaði muninn eftir hornspyrnu. Boltinn kom inn í teiginn og björguðu Villa-menn á línu áður en Chong setti boltann í netið.

Sex mínútum síðar kom jöfnunarmarkið. Alfie Doughty tók aukaspyrnu sem sveif á fjær og þar var Carlton Morris mættur til að setja boltann meðfram grasinu og í netið.

Þung högg fyrir Villa, sem ætlaði ekki að sætta sig við stig. Undir lok leiksins var Moussa Diaby með boltann hægra megin áður en hann kom með stórkostlega fyrirgjöf á Lucas Digne á fjær, sem stangaði boltann í netið.

Lokatölur 3-2 fyrir Villa sem er í 4. sæti deildarinnar með 55 stig en Luton í 18. sæti með 20 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
14 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
15 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner